Las á dv.is, að kínverskur ráðamaður hefði beðist afsökunar á snjóstormi ! Nokkrum mínútum síðar var í fréttayfirliti RÚV kl 1800 talað um snjóstorm. Hvað varð um hið gamla góða orð hríð, nú eða stórhríð? Snjóstormur er aulaþýðing úr ensku,- snowstorm. Það er öldungis óþarft í íslensku og á sér enga sögu í okkar góða máli að ég best veit. Við eigum nóg af alíslenskum orðum yfir veðurfar.
PS Svo var líka sagt í RÚV um tiltekna nefnd , að engin nefndarmanna væri með „félagslegan bakgrunn“. Veit einhver hvað það þýðir ? Þýðir það að enginn í nefndinni hafi verið eða sé í félagi? Heyr á endemi !
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Þorsteinn Sverrisson skrifar:
29/01/2008 at 18:28 (UTC 1)
Tók líka eftir þessu. Ekki gott hjá RÚV. Til hvers að leyfa þessari stofnun að þvinga okkur til að greiða sér afnotagjöld?