«

»

Hvað varð um stórhríðina?

Las á  dv.is,  að kínverskur ráðamaður  hefði beðist afsökunar á snjóstormi ! Nokkrum mínútum síðar var í  fréttayfirliti RÚV  kl 1800  talað um snjóstorm. Hvað varð um hið gamla  góða orð hríð, nú  eða   stórhríð?   Snjóstormur  er aulaþýðing úr  ensku,-  snowstorm. Það er öldungis óþarft í íslensku og á sér enga  sögu í okkar  góða máli að ég best veit. Við  eigum nóg af alíslenskum orðum yfir  veðurfar.

PS   Svo var líka  sagt í RÚV  um  tiltekna nefnd , að engin nefndarmanna    væri með „félagslegan bakgrunn“.  Veit   einhver  hvað  það þýðir ? Þýðir  það að enginn í nefndinni hafi verið  eða sé í félagi? Heyr á endemi !

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Þorsteinn Sverrisson skrifar:

    Tók líka eftir þessu.  Ekki gott hjá RÚV.  Til hvers að leyfa þessari stofnun að þvinga okkur til að greiða sér afnotagjöld?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>