«

»

Ofvaxið mínum skilningi

 Það er  vissulega margt, sem er ofvaxið mínum skilningi.

 Tvennt nýlegt.

 

Eitt: Ferðum SVR var á dögunum fækkað  til að  hagræða í rekstri (skiljanlegt)  og til að mæta óskum viðskiptavina (óskiljanlegt). Vildu  viðskiptavinir fækka  ferðum  og  minnka þjónustu ?

 

Annað: Fyrirtækið  Mjólka  harmar húsleit Samkeppniseftirlits hjá Mjólkursamsölunni. Var ekki sama Mjólka  tvíbúin að  skrifa  Samkeppniseftirliti og óska þess að gripið yrði til aðgerða gegn óeðlilegri samkeppni af hálfu Mjólkursamsölunnar?  Hvað er þá  svona hörmulegt  við það, að Samkeppniseftirlitið lætur  til  skarar skríða og  gerir það sen Mjólka bað um?

Ég bara spyr.

  

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>