«

»

EKKI RÉTT

  Athygli mín hefur verið vakin á því, að á bloggsíðunni „Orðið á götunni“ er því haldið fram í dag, að Jóhanna  Sigurðardóttir sé eini ráðherrann, sem hafi afþakkað ráðherrabílstjóra. Þetta er ekki rétt.  Var að vísu  haft eftir Jóhönnu í blaðaviðtali fyrir allmörgum árum.

Sá  sem þetta  skrifar var  umhverfisráðherra í  ríkisstjórn Davíðs  Oddssonar  frá  30. apríl 1991  til 14 júní 1993  eða  í rúmlega  tvö ár  og  hafði hvorki ráðherrabílstjóra né  ráðherrabíl. Notaði  eigin bíl  sem  var  tvennra dyra Daihatsu Rocky jeppi   emð skrásetningarnúmerið XI 221, því miður ekki XA ! Greitt var fyrir afnot  af bílnum  skv.  reglum ríkisins. Það  geri ég  ráð fyrir að hafi   líka  gilt um   bíl Jóhönnu.

Þetta er auðvitað  smáatriði, en  fjölmiðlar hafa eins og  allir  vita ódrepandi áhuga á  bílamálum ráðherra og því er þessu  til haga  haldið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>