Alltaf gleðst gamalt blaðamannshjarta,þegar vel er komist að orði í fréttum. Það gerðist þegar í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkveldi var sagt, að vínbændur í Frakklandi væru kampakátir því uppskeruhorfur væru góðar og mikil spurn eftir kampavíni.
Það vakti hinsvegar ekki gleði að heyra í fréttayfirliti Stöðvar tvö talað um að „íkveikjumenn“ væru valdir að skógareldunum hörmulega í Grikklandi. Þetta er öldungis óþarft nýyrði.
Slíkir óþurftarmenn menn heita brennuvargar á íslensku.
Skildu eftir svar