Eiður

Author's details

Date registered: 01/12/2009

Latest posts

  1. Molar um málfar og miðla 2103 — 30/01/2017
  2. Molar um málfar og miðla 2102 — 27/01/2017
  3. Molar um málfar og miðla 2101 — 26/01/2017
  4. Molar um málfar og miðla 2100 — 25/01/2017
  5. Molar um málfar og miðla 2099 — 24/01/2017

Most commented posts

  1. Mogginn leggst í ræsið — 83 comments
  2. Verkalýðsfélag styrkir skottulækningar — 54 comments
  3. Hver kaus Hörð Torfason ? — 38 comments
  4. Molar uym málfar og miðla 180 — 37 comments
  5. Molar um málfar og miðla 1000 — 36 comments

Author's posts listings

Molar um málfar og miðla 1097

Molavin sendi Molum þetta í lok árs 2012: ,,Margir fjölmiðlar birta orðrétt upp úr fréttatilkynningum lögreglunnar, líkt og þetta á gamlárskvöld: ,,framkvæmdi húsleitir á þremur stöðum.“ Hér er átt við að lögreglan hafi,,leitað í þremur húsum.“ Nafnorðið ,,húsleit” er jafnan notað í eintölu þótt leitað sé í fleiri húsum. Þótt upplýsingafulltrúi lögreglunnar telji sér rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1096

Gleðilegt og gæfuríkt ár, góðu lesendur. Skrifari þakkar ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Loksins er hægt að hrósa Ríkissjónvarpinu fyrir góða dagskrá, – dagskráin á nýársdagskvöld var með ágætum. Fyrst snillingarnir Kristinn og Víkingur Heiðar með óviðjafnanlega, og ógleymanlega, Vetrarferð Schuberts og því næst verðlaunamyndin víðfræga , Listamaðurinn. Takk fyrir það. Að mati Molaskrifara var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1095

Í bréfi frá Molavin (26.12.2012) segir: ,,Þegar Ríkisútvarpið segir í fréttum kl. 10 að morgni annars dags jóla að frumvarp hafi ,,farið í gegn um þrjár umferðir“ í rússneska þinginu er vitaskuld átt við ,,þrjár umræður.“ Verið rætt í þrígang. Það er málvenja að tala um fyrstu, aðra og þriðju umræðu á Alþingi en ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1094

Í fyrirsögn á visir.is (24.12.2012) segir: Matthías Máni hafði til í Árnesi. Þetta er óskiljanlegt. Í fréttinni segir að Matthías Máni hafði dvalist, haldið til, í sumarbústað í Árnesi, en ekki verður af fréttinni ráðið nákvæmlega hvar sumarbústaðurinn er. Í félagsheimilinu Árnesi er ekki vitað til að séu neinir sumarbústaðir. Væntanlega hefur bústaðurinn verið í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1093

Jólakveðjulesturinn í Ríkisútvarpinu er eins og jólalögin. Ómissandi. Stöku sinnum virðast slæðast villur með hjá þeim sem taka við kveðjunum. Vanir þulir leiðrétta það í lestri. Er leikin var tónlist úr þularstofu árla á Þorláksmessumorgni , minnir mig, var fluttur sálmurinn Sjá, himins opnast hlið. Óvanur þulur sagði að textinn væri eftir Björn Halldórsson í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1092

Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (20.12.2012) var sagt að ákveðið hefði verið að loka þjálfunarbúðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Gufuskálum. Málvenja er fyrir vestan að segja á Gufuskálum. Gufuskálar eru líka í Leirunni suður með sjó, lengi ysti eða vestasti bær í Leiru. Nú löngu í eyði. Þar er líka sagt á Gufuskálum. Fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins var: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1091

Fréttastofa Ríkisútvarpsins er alveg við það að ná réttum framburði á heiti ríkisins Connecticut í Bandaríkjunum. Sveinn Helgason og Gunnar Hrafn Jónsson hafa farið rétt með þetta og í hádegisfréttum (19.12.2012) fór fréttastjórinn, Óðinn Jónsson, rétt með þetta. Úr Fréttablaðinu (19.12.2012): Oftar en ekki er þrætueplið hið sama, annað fyrirtækið sakar hitt um að brjóta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1090

Molavin sendi þessa réttmætu ábendingu (17.12.2012): ,,Enskan er lævís og lipur og smeygir sér bakdyramegin inn í íslenzkt mál. Ekki er að furða, því illa máli farið fjölmiðlafólk skilur þær dyr eftir upp á gátt. Úr mbl.is: „Lík Jacinthu Saldanha, hjúkrunarfræðingsins sem tók eigið líf í kjölfar símaats ástralsks útvarpsfólks…“ Í enskum fréttum segir um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1089

Fargjöld í Herjólf hækka um áramót,er fyrirsögn(15.12.2012) á fréttavef Ríkisútvarpsins. Átt er við fargjöld með Herjólfi. Molalesandi spyr (15.12.2012):,, Í Fréttablaðinu í gær var þessi stríðsfyrirsögn á forsíðu: Innflutningsbann á jólatré? Segir ekki beygingareglan að þetta eigi að vera:Innflutningsbann á jólatrjám? Eða hvað?”. Jú , Molaskrifari hallast að því. Annar lesandi spyr vegna fyrirsagnar á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1088

Sögnin að valda veldur víða vandræðum, – meðal annars í fréttum. Á Stöð tvö var okkur sagt (16.12.2012) um hnúfubak sem festist í veiðarfærum báts að hann hefði ollið töluverðu tjóni. Sögnin að olla er ekki til. Þarna hefði átt að segja að hnúfubakurinn hefði valdið talsverðu tjóni. Í sama fréttatíma Stöðvar tvö var sagt …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts