Eiður

Author's details

Date registered: 01/12/2009

Latest posts

  1. Molar um málfar og miðla 2103 — 30/01/2017
  2. Molar um málfar og miðla 2102 — 27/01/2017
  3. Molar um málfar og miðla 2101 — 26/01/2017
  4. Molar um málfar og miðla 2100 — 25/01/2017
  5. Molar um málfar og miðla 2099 — 24/01/2017

Most commented posts

  1. Mogginn leggst í ræsið — 83 comments
  2. Verkalýðsfélag styrkir skottulækningar — 54 comments
  3. Hver kaus Hörð Torfason ? — 38 comments
  4. Molar uym málfar og miðla 180 — 37 comments
  5. Molar um málfar og miðla 1000 — 36 comments

Author's posts listings

Molar um málfar og miðla 1236

Í Molum 1233 var vikið að enskuslettum í máli ráðherra og þingmanna Framsóknarflokks undanfarna daga. Í umræðum á Alþingi (21.06.2013) talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um sándbæt ( e. soundbite), hljóðbút sem notaður er í fréttum, tekinn úr lengra máli. Þetta var sami Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem sagði við þjóðina á Austurvelli 17. júní: Íslensk …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1235

Molalesandi á Norðurlandi hafði samband við skrifara og benti á frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu á miðvikudag (19.09.2013). Þar stendur: Einnig hefur Sigurður heyrt slíkt hið sama um tvo bónda í Borgarfirði. Molaskrifari leggur til að ritstjóri taki þann sem þetta skrifaði í bóndabeygju og hlýði honum yfir beyginguna á orðinu bóndi í fleirtölu, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1234

… og er hlutunum staflað hver upp á annan, var sagt í seinni fréttum Ríkissjónvarps (18.06.2013) Hversvegna les enginn fréttirnar yfir áður en ambögurnar eru látnar dynja á okkur? Fjöldi þorpa hafa einangrast, var sagt í morgunfréttum Ríkisútvarps (19.06.2013). Molaskrifari hefði sagt: Fjöldi þorpa hefur einangrast. Haft var eftir Þorsteini Sæmundssyni nýjum þingmanni Framsóknarflokksins í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1233

Molavin sendi eftirfarandi: Af mbl.is (17.6.2013): ,,… hefur Ólafur hlotið flestar þær viðurkenningar sem íslenskur íþróttamaður getur fengið. Þar á meðal eru einnig hin íslenska fálkaorða og riddarakrossinn.“ Ef ungt blaðafólk þekkir ekki muninn þá er hægt að spyrja – eða nota leitarvél. Viðurkenningin ber heitið Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu. Þetta eru ekki tveir ólíkir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1232

Molalesandi vitnar í netfrétt á dv.is (15.06.2013) um lát fyrsta Ferrari sigurvegarans.), en þar segir: ,,Gonzalez keppti í formúlunni þar til árið 1960. Luca di Montezemolo forseti Ferrari samsteypunnar syrgir Gonzales og segir fyrirtækið hafa misst sannan vin. „ Fréttin af andláti Gonzales syrgði mig mikið. Við spjölluðum nýverið saman, töluðum um kappakstur og bíla …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1231

Góðvinur Molanna, Helgi Haraldsson, prófessor emerítus í Osló, sendi eftirfarandi: „„Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistir og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn,“ segir Örnólfur Thorsson,“ Helgi bætir við: ,,Ég trúi því ekki að Örnólfur hafi komist svona að orði!” Molaskrifari þakkar sendinguna. Í Kringlunni (14.06.2013) vék sér maður að Molaskrifara og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1230

Molalesandi skrifaði (13.06.2013): ,, Það kom á óvart að heyra í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá úthlutun Grímuverðlaunanna í gærkvöldi að nokkrir þeirra sem tóku til máls kunnu ekki að beygja orðin bróðir og systir, voru með þau óbreytt í aukafalli. Þetta var svolítill ljóður á jafn ágætri hátíð og vel heppnaðri. Ef þú sæir ástæðu til …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1229

Málglöggur vinur Molanna vísar til fréttar á dv.is (12.06.2013) og segir: ,,Hér er ágætt dæmi um ,,myndi” i staðinn fyrir að nota ,,vafalausan”viðtengingarhátt. Sögnin ,,myndi“ er góð og gild sem slík en hún táknar yfirleitt fyrirvara eða vissa tilhneigingu til að draga úr fullyrðingu. Það sýnir vankunnáttu í merkingum orðanna að nota hana á þann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1228

Morgunblaðið greindi frá því á forsíðu (11.06.2013) að sinfóníuhljómsveitin í Kænugarði í Úkraínu hefði fallist á þá beiðni Árna Johnsens fyrrverandi alþingismanns að hljóðrita verk eftir hann. Blaðið segir hljómsveitina eina þá fremstu í heimi . Ekki kemur fram hvort verkið verði flutt opinberlega eða hvort tónskáldið muni syngja með sinfóníuhljómsveitinni. Það kemur væntanlega í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1227

Stundvísi í dagskrá Ríkisútvarpsins er til fyrirmyndar. Ekki þarf annað en að hafa kveikt t.d. á BBC, sjónvarpi eða útvarpi til að komast að raun um að ekki skeikar þar sekúndu á upphafi frétta. Í Ríkissjónvarpinu var stundum eins og enginn kynni á klukku, en það hefur færst til betri vegar í seinni tíð. Of …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts