Eiður

Author's details

Date registered: 01/12/2009

Latest posts

  1. Molar um málfar og miðla 2103 — 30/01/2017
  2. Molar um málfar og miðla 2102 — 27/01/2017
  3. Molar um málfar og miðla 2101 — 26/01/2017
  4. Molar um málfar og miðla 2100 — 25/01/2017
  5. Molar um málfar og miðla 2099 — 24/01/2017

Most commented posts

  1. Mogginn leggst í ræsið — 83 comments
  2. Verkalýðsfélag styrkir skottulækningar — 54 comments
  3. Hver kaus Hörð Torfason ? — 38 comments
  4. Molar uym málfar og miðla 180 — 37 comments
  5. Molar um málfar og miðla 1000 — 36 comments

Author's posts listings

Molar um málfar og miðla 1166

Sæmundur E. Þorsteinsson sendi eftirfarandi (21.03.2013): ,,Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag 20.3. var sagt frá skipi sem keypt hafði verið „til að þjónusta olíuleit“. Sögnin „að þjónusta“ hefur mjög fært sig upp á skaftið undanfarin ár. Mér finnst setningin varla skiljanleg, á að nota skipið til olíuleitar eða einhvers annars sem tengist olíuleit? Annars var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1165

Af mbl.is (20.03.2013): Bandaríska olíufélagið Anadarko Petroleum segist hafa fundið „hugsanlega risastóra“ olíulind á hafi úti í Mexíkóflóa. Olíulind á hafi úti?   Í fyrirsögn á dv.is (20.03.2013) segir: Kaup á vændi er ólöglegt. Hér ætti að standa: Kaup á vændi eru ólögleg. Við segjum: Kaupunum var rift. Ekki: Kaupinu var rift. Réttilega hefst fréttin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1165

Af mbl.is (20.03.2013): Bandaríska olíufélagið Anadarko Petroleum segist hafa fundið „hugsanlega risastóra“ olíulind á hafi úti í Mexíkóflóa. Olíulind á hafi úti? Í fyrirsögn á dv.is (20.03.2013) segir: Kaup á vændi er ólöglegt. Hér ætti að standa: Kaup á vændi eru ólögleg. Við segjum: Kaupunum var rift. Ekki: Kaupinu var rift. Réttilega hefst fréttin á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1164

Magnús Einarsson sendi eftirfarandi (19.03.2013): ,,Símsvörun hjá fjölda fyrirtækja er oft svona: Þú ert kominn í samband við….. Vinsamlega bíðið, þú ert númer 5 í röðinni. Þarna er þúað í öðru orðinu og þérað í því næsta. Þá ætti þetta að vera svona: Þér eruð komnir í samband við….. Vinsamlega bíðið, þér eruð númer 5 …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1163

Málfróður Molalesandi sendi eftirfarandi (18.03.2013) ,,Á hverjum degi sjást leiðinlegar ambögur með „myndi, … myndi … myndi …“ Þessi hjálparsögn sækir á í málnotkun í samböndum sem ætti tvímælalaust að forðast að nota hana. Hjálparsögnin „myndi / mundi“ táknar í eðlilegu máli fyrirvara og efasemdir. Oft birtir hún einhvers konar spádóm eða tilgátu eins og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1162

Píratar kynna úrslit prófkjara, segir í fyrirsögn á mbl.is (16.03.2013). Molaskrifari er á því að fyrirsögnin hefði átt að vera: Píratar kynna úrslit prófkjöra. Það er í í samræmi við beyginguna á hvorugkynsorðinu prófkjör sem er að finna á vef Árnastofnunar, beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Molalesandi sendi þetta (16.03.2013): ,,Í tilkynningu lögmannsstofunnar Lex (sjá http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/fordaemalausar-hotanir-i-samskiptum-logmanna) má …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1161

Athugull lesandi benti á eftirfarandi,,Hér er dæmi um eitt atriði sem þú hefur hamrað á í gegnum tíðina en virðist ekki síast inn hjá sumum blaðamönnum: „Eftirmálar af ræðukeppni …“ segir í undirfyrirsögn . Þarna ætti að standa eftirmál.” Þetta var á fréttavef DV (15.03.2013) Sumum virðist alveg fyrirmunað að gera nokkurn greinarmun á þessu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1160

Þorgils Hlynur Þorbergsson þakkar Molaskrif og sendi eftirfarandi athugasemd (14.03.2013) Hann víkur fyrst að orðinu geðprýðishöfn sem nefnt var hér í Molum fyrir skömmu: ,,Eigi veit ég heldur svo gjörla hvað átt er við með geðprýðishöfn (svo!) en ég hefði frekar mælt með orðinu geðprýðihöfn, þar sem prýði er að sjálfsögðu kvenkynsorð, Í því samhengi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1159

Í Spegli Ríkisútvarpsins (12.03.2013) var sagt: … gefur til kynna að meginþorri olíu- og gasauðlinda heimsins sé ekki lengur að finna … Hér hefði átt að segja: ,… að meginþorra þessara auðlinda sé ekki lengur að finna …. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarps hefur tvisvar sinnum í þessari viku verið fjallað skynsamlega um innistæðulaus loforð stjórnmálaflokka um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1158

K sendi eftirfarandi (12.03.2013) ,,Þetta er alveg dásamlegt frá Mogga. Síðar í fréttinni kemur fram að maðurinn slapp með skrámur og er alls ekki fótalaus. ,,Breskur karlmaður á fimmtugsaldri lenti í því nýverið þegar hann var að við fjallaklifur í Snowdonia-héraði í Wales að missa fæturna þegar snjóköggull féll á hann…..“ http://www.mbl.is/folk/verold/2013/03/11/rann_i_fjallaklifri_og_tok_thad_upp/ Það er svolítill, …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts