Óneitanlega hefur internetið ollið vonbrigðum, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (03.02.2013). Sögnin að valda veldur víða vandræðum. Internetið hefur valdið vonbrigðum hjá sumum. Líkast til þarf sérkennslu til að kenna notkun sagnarinnar á sumum fréttastofum. Valgeir Sigurðsson fyrrum blaðamaður sem heldur vöku sinni í hárri elli og fylgist vel með sendi Molum þessar línur: …
Molar um málfar og miðla 1126
Helgi Haraldsson prófessor emerítús í Osló sendir okkur stundum línu. Hér segir Helgi: ,,Sæll Eiður. Mínum skilningi er ofvaxin sú árátta blaðamanna að nota viðtengingarhátt í belg og biðu, einkum í fyrirsögnum. Af þessu spretta oft gráthlægileg hugmyndatengsl, sbr. m.a.: Óskað eftir ofsóknum í Ríkisútvarpinu: Kristnir sæti ofsóknum í Ísrael http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel ============== DV 1. febr. …
Molar um málfar og miðla 1125
Í þessum Molum eru þrjú lesendabréf: Dyggur lesandi Molanna skrifaði (31.01.2013); ,,Arthúr Björgvin Bollason er meðal allra áheyrilegustu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Honum varð þó á í messunni í fréttaskýringaþættinum Speglinum í gærkvöldi. Þar sagði hann frá heimsókn forseta Egyptalands til þýska kanslarans, frú Merkel. Sagði Arthur Björgvin að Moussi hafi komið til mótsins með „klofinn hjálm …
Molar um málfar og Miðla 1124
Piers Morgan hefur að undanförnu verið með áhugaverða umræðuþætti á CNN um byssufrelsið í Bandaríkjunum. Nýlega ræddi hann við repúblikanann Jan Brewer en hún er ríkisstjóri í Arizona. Brewer vill byssufrelsi og að fólk megi eiga hríðaskotariffla og önnur öflug vopn sem venjulegt fólk hefur ekkert við að gera. Í þætti á miðvikudagskvöld (30.01.2013) talaði …
Molar um málfar og miððla 1123
Blóði verður spillt, segir í texta við auglýsingu um kvikmyndina Lincoln. Auglýsingin var í Ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöld (30.01.2013). Þarna hefur eitthvað skolast til hjá þýðanda sem verið hefur að baksa við að þýða ensku setninguna: Blood will be spilled. Það þýðir reyndar á íslensku: Blóði verður úthellt. Að spilla einhverju er hinsvegar að skemma eitthvað. …
Molar um málfar og miðla 1122
Gunnar sendi þetta (29.01.2013): „Æ tóldjúsó, þannig að maður sletti hér,“ sagði Birgitta Jónsdóttir í ræðustól Alþingis í gær, mánudag. Er þetta í lagi? Gerir forseti þings enga athugasemd og má sletta að vild? Bera þingmenn ekki lengur snefil af virðingu fyrir vinnustað sínum? Þetta finnst mér skammarlegt. Annað mál. Ég hlustaði bæði á upptöku …
Molar um málfar og miðla 1121
Molavin skrifar: ,,Síminn hyggst eyða hundruðum milljóna í að tengja 40.000 ný heimili“ segir í forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag (28.1.2013). Ekki tel ég þetta sóun hjá Símanum, öllu heldur fjárfestingu. Betra væri að segja ,,hyggst verja hundruðum milljóna.“ Minnist fyrirsagnar af slúðurfrétt: ,,Eyðir jólunum heima“ þar sem betur færi að segja ,,Dvelur heima um jólin.“ …
Molar um málfar og miðla 1120
Í Icesavemálinu höfðum við greinilega gott lögfræðingalið og góðan málstað. Utanríkisráðuneytið hélt vel á málinu fyrir hönd þjóðarinnar. Ráðherra og yfirstjórn ráðuneytisins skipulögðu og mönnuðu vörnina. Það var vel gert. En það var eins og niðurstaðan kæmi öllum á óvart. Langflestir töldu málið fyrirfram tapað. Sennilega hefur forsetinn talið það líka því hann var búinn …
Molar um málfar og miðla 1119
Af dv.is (26.01.2013): Þess að auki eru Vinstri græn varhuga varðandi áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Tvennt er athugavert við þessa setningu. Hún ætti til dæmis að hefjast á : Þar að auki, eru … eða þess utan eru … Molaskrifari kannast ekki við orðalagið að vera varhuga varðandi eitthvað. Venja er að tala um …
Molar um málfar og miðla 1118
Rás tvö heldur sig enn við að ausa ambögusúpu slúðurfréttaritara síns á vesturströnd Bandaríkjanna yfir hlustendur á föstudagsmorgnum. Síðastliðinn föstudag (25.01.2013) var þetta óvenju slæmt. Ég vill, ég vill glumdi í eyrum okkar. Sagt var að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hefði viljað láta lyfta af sér boðum og bönnum, – umsjónarmaður bætti þá um betur og …


