Lesandi spyr (12.01.2013): ,,Ég hef tekið eftir því að skilningur fólks er mismunandi um hvor endi Laugavegarins sé efri. Eru Samtökin 78 á Laugavegi 3 efst á Laugavegi og Shell stöðin á Laugavegi 180 þá neðst? Eða er þetta öfugt? Hvort er eðlilegra að miða við húsnúmer eða sjávarmál þegar maður tekur svona til orða? …
Molar um málfar og miðla 1106
Lesandi benti á frétt á visir.is (11.01.2013) Þar segir frá því að sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hafi gert samning við knattspyrnuliðið Manchester City um að elda ofan í fína fólkið sem sækir leiki og veislur félagsins. Svo kemur þessi gullvæga setning: Oliver hefur verið í herferð gegn heilbrigðari skólamat í Bretlandi og Bandaríkjunum og spurning hvort …
Molar um málfar og miðla 1105
Guðmundur Ásgeir vísar í ambögulindina Smartland á mbl.is (10.01.2013) og segir: ,,Í þessum pistli er talað um ,,7 óhollustur“ aldrei hef ég séð orðið óhollusta í fleirtölu og Árnastofnun samþykkir það ekki heldur. Einnig er talað um ,,hrein matvæli“ sem matvæli sem eru óunnin og laus við aukaefni. Í mínum heimahögum myndu hrein matvæli þýða …
Molar um málfar og miðla 1104
Molalesari skrifar (09.01.2013): ,,Sagt var í Bylgjufréttum: „Fengu þau hvor um sig …“ en átti að segja: „Þau fengu hvort um sig“. A.m.k. sjö sinnum var talað um afbrot „Karl Vignis“ en ekki „Karls Vignis“ í Sjónvarpinu í gær, þriðjudag.” Molaskrifari þakkar sendinguna. Það er undarleg minnimáttarkennd hjá íslenskum fjölmiðlum að kalla alla fræga útlendinga …
Molar um málfar og miðla 1103
Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að íþróttafélög og ungmennafélög birta bólgnar og rangar félagatölur til að fá meira fé í sinn hlut af Lottógróðanum og til að líta betur út gagnvart fjárveitingavaldinu, þegar gerðar eru fjárkröfur á ríkissjóð. Þessar tölur eiga oft lítið eða ekkert skylt við veruleikann. Ágæt umfjöllun var um þetta í …
Molar um málfar og miðla 1102
Útvarpshlustandi skrifar (06.01.2013) ,,Margir sem koma fram í fjölmiðlum tala fallega íslensku og koma vel fyrir sig orði. Þetta er fagnaðarefni. Þeir sem flytja mál sitt áheyrilega geta líka vænst þess að betur sé tekið eftir máli þeirra. Ambögur og málvillur færast þó í vöxt í útvarpi, jafnvel virðist vera ráðið til fastra starfa hjá …
Molar um málfar og miðla 1101
Ný verslun kveður sér hljóðs í vondri auglýsingu í Fréttatímanum (04.01.2013). Verslunin heitir Holland & Barrett. Látum það nú vera. En í auglýsingunni segir á ensku: We´re good for you. Hversvegna erum við ekki ávörpuð á íslensku? Í auglýsingunni segir: ,, Ef þú verslar vöru á krónu útsölu færðu aðra á aðeins 1 krónu”. Það …
Molar um málfar og miðla 1100
Valur Óskarsson sendi þetta (03.01.2013): ,,Um áramótin voru menn sífellt að tala um kommentakerfi DV. Skyldi orðið athugasemd vera alveg týnt, nema hvað? Mér fannst rétt að koma með komment og kommentera á það.” Rétt athugað. Stefán Jónsson vitnar í mbl.is (03.01.2013) þar sem segir: Myndir af atburðinum náðust á myndskeið. Hér hefði alveg nægt …
Molar um málfar og miðla 1099
Málfróður maður benti Molaskrifara á furðulegt þáttarheiti í Ríkisútvarpinu, rás eitt. Þar var á dagskrá í gærkveldi þáttur sem gefið hefur verið nafnið: Hvað er málið? Hann benti á að þetta þáttarheiti væri andstætt reglum málsins, ambaga. Það er rétt. Þetta er heldur hallærislegt slangur, svona í besta lagi. Gæti verið úr Virkum morgnum á …
Molar um málfar og miðla 1098
Frá Molavin:,, Af Netmogga á nýársdag: ,,Þegar lögregla og sjúkralið koma á staðinn ræðst maðurinn á sjúkraflutningsmenn og sló lögreglukonu í andlit.“ Hvað er athyglisvert við þessa frásögn? Hún er dæmi um slík byrjendamistök í ritun frásagnar að ætti ekki að henda nokkra manneskju, sem lokið hefur námi og er komin er til starfa við …


