Orðavin sendi Molum eftirfarandi (27.01.2012): ,,Ég er alveg sáttur við að nota íslenzka orðið ,,streita“ sem þýðingu á enska orðinu ,,stress“. Og mér finnst skiljanlegt að fólk, sem verður fyrir áfalli, finni fyrir streitu vegna þess. Og, þótt mér þyki orðið ,,áfallastreita“ ekki fallegt, þá get ég sætt mig við það. En hvað í ósköpunum …
Molar um málfar og miðla 825
Úr Fréttablaðinu (26.01.2012): Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir sérstaklega grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dóminum. Sá sem þetta skrifaði heldur greinilega að orðtakið að ljá máls á þýði að vekja athygli á. Svo er ekki. Að ljá máls á, þýðir hinsvegar að …
Molar um málfar og miðla 824
Það eru góðar fréttir að Ríkissjónvarpið skuli ætla að opna nýja sjónvarpsrás á næstu misserum þar sem meðal annars verður hægt að sýna íþróttakappleiki án þess að umturna venjulegri dagskrá sjónvarpsins. Samtímis verður mögulegt að sjá svokallað háskerpusjónvarp (Morgunblaðið 25.01.2012). Það er auðvitað mjög frumlegt að kalla þessa nýju rás,,viðburðarás”! Í Molum hefur jafnan verið …
Árás Ögmundar á opinbera starfsmenn
Árás Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á opinbera starfsmenn úr ræðustóli Alþingis er líklega einsdæmi. Ögmundur sagði: „Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt …
Molar um málfar og miðla 823
Purkunarlaust auglýsir Ríkissjónvarpið bjór rétt fyrir kvöldfréttir klukkar sjö (24.01.2012). Getur enginn í stjórnkerfinu stöðvað þessa ósvinnu? Það er bannað að auglýsa áfengi. Það breytir engu þótt orðið léttöl birtist í sekúndu eða tvær á skjánum eftir að þar er lengi búin að vera mynd af Tuborg bjórflösku. Af hverju líðst stjórendum Ríkisútvarpsins þetta? Í …
Molar um málfar og miðla 822
Í morgunþætti Rásar (23.01.2012) sagði umsjónarmaður: … þegar fólk hittist í eigin líkama ! Líkast til átti hann við það þegar fólk hittist, – einnig hefði mátt segja þegar fólk hittist augliti til auglitis. Í sama þætti var talað um að falla frá ákæru á hendur Geirs H. Haarde. Hér átti ekki að vera eignarfall. …
Molar um málfar og miðla 821
Fyrr má nú rota en dauðrota. Fimm klukkustundir af handbolta voru á dagskrá sjónvarps ríkisins í gær (22.01.2012). Fimm klukkustundir! Barnatíminn, Stundin okkar, fauk út í buskann. Hvaða máli skipta börnin þegar handboltinn á í hlut. Það er um að gera að innræta þeim nógu snemma að ekkert skipti meira máli í veröldinni og lífinu …
Molar um málfar og miðla 820
Enginn hefur lýst sprengjunum á hendur sér, var sagt í sjöfréttum Ríkisútvarpsins (20.1.2012) og á vef Ríkisútvarpsins um sprengjur sem sprungu í Londonderry á Írlandi. Þetta er auðvitað óhæft orðalag. Menn lýsa ekki sprengjum á hendur sér. Í áttafréttum útvarpsins var búið að lagfæra þetta og þannig tekið til orða að enginn hefði lýst árásunum …
Molar um málfar og miðla 818
Molavin sendi eftirfarandi (18.01.2012): ,,Moggafrétt hefst svo: NN hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþjóðalausna hjá Valitor. Starfsemi Alþjóðalausna felst í að bjóða greiðslulausnir á alþjóðlegum vettvangi. Hér hefur Moggi skrúfað frá krana fréttatilkynninga. Ekki er þess getið í fréttinni hvaða fyrirbæri ,,alþjóðlausnir“ er; – var maðurinn ráðinn til þess að koma á heimsfriði? Eða á hann …
Molar um málfar og miðla 817
Af dv.is (16.01.2012): Laugardagskvöldið 7 janúar var afar slæm færð og mun bílstjórinn hafa verið á keðjur á dekkjum til þess að komast yfir. Af hverju skrifa menn svona? Einfalt hefði verið að segja: Bíllinn var á keðjum. Meira af dv.is sama dag: Meðfylgjandi myndband af eldsvoðanum sem vegfarandi náði hefur verið sett inn á …