Molar um málfar og miðla 788

Nýlega heyrði Molaskrifari endurtekinn þátt Í Ríkisútvarpinu (frá 1987?) um Hannes Hafstein okkar fyrsta innlenda ráðherra og þjóðskáld. Þessi þáttur var lokaþátturinn í röð fjögurra þátta. Klemens Jónsson leikari sem um skeið var leiklistarstjóri útvarpsins stýrði gerð þessara þátta. Þarna var allt eins og best varð á kosið; stórkostlegur flutningur enda komu þar margir okkar …

Lesa meira »

Dregið í land með lygina

Útvarp Saga dró í morgun í land með lygina um diplómatavegabréf Björgólfs Thors. Útvarpsstjórinn talar nú um útrunnið þjónustuvegabréf sem ,,forréttindapassa” ekki er lengur talað um diplómatavegabréf ! Tími til kominn að viðurkenna ósannindin. Útvarpsstjórinn talaði um að Eiður Guðnason væri að verja Björgólf Thor. Er það að verja Björgólf Thor að segja að Útvarp …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 787

Leiðari Morgunblaðsins um almenning (07.12.2011) var fyndnasti leiðari sem Molaskrifari hefur lesið. Hann leiddi hugann að því að sá sem svona skrifar ætti að skrifa fyrir annan og miklu stærri hóp en ört minnkandi lesendahóp Moggans. Leiðari blaðsins daginn eftir olli hinsvegar vonbrigðum. Þar gekk hótfyndnin út á það hvað Sarkosy Frakklandsforseti væri lágvaxinn. Og …

Lesa meira »

Sannleikurinn og Útvarp Saga

Útvarpsstjóri og stjórnarformaður Útvarps Sögu lýstu því yfir í fjölmiðli sínum í dag (08.12.2011) að þau mundu ekki verða við áskorun minni ( sjá http://www.dv.is/blogg/eidur-gudnason/2011/12/7/diplomatavegabrefid-og-utvarp-saga/) um að birta á vef stöðvarinnar ljósrit af diplómatavegabréfi Björgólfs Thors Björgólfssonat, en slíkt ljósrit hafa þau marg sagt hlustendum að þau hafi undir höndum. Og haft mörg orð um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 786

Einstæð uppákoma varð í þingsal þriðjudaginn 6. desember þegar Vigdís Hauksdóttir alþingismaður fór með fleipur og dylgjur í ræðustóli. Öðrum þingmanni Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttur, var nóg boðið. Siv fór í ræðustól og veitti flokkssystur sinni verðskuldaða hirtingu. Molaskrifari minnist þess ekki að svipað atvik hafi áður átt sér stað í þingsal. Þeir sem horfðu á …

Lesa meira »

Diplómatavegabréfið og Útvarp Saga

Stjórnendum Útvarps Sögu, útvarpsstjóranum og stjórnarformanninum, er í nöp við utanríkisráðuneytið og starfsmenn þess. Hvert tækifæri er notað til að reiða til höggs gagnvart ráðuneytinu og starfsfólki þess. Þrástagast er á því í Útvarpi Sögu að utanríkisráðuneytið hafi gefið út diplómatavegabréf til handa Björgólfi Thor Björgólfssyni útrásarvíkingi sem síðan valsi um veröldina veifandi slíku vegabréfi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 785

Áskell sendi Molum þetta (04.12.2011): ,,Á mbl.is er stutt frásögn um ferð Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, til Úganda. Fyrirsögnin er þessi: Steig inn í hræðilegar aðstæður. Um það bil 20 orðum síðar stígur hún aftur inn í hræðilegar aðstæður. Í lok fréttarinnar stígur hún í þriðja skipti inn í hræðilegar aðstæður. Í beinni tilvitnun segir Halldóra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 784

Molaskrifari verður alltaf jafn hissa þegar fréttaþulir lesa augljósar villur, án þess að hika eða depla auga. Í sexfréttum Ríkisútvarpsins (03.12.2011) las þulur: … segir lélegan undirbúning meirihlutans um að kenna. Hér hefði átt að segja: …segir lélegum undirbúningi meirihlutans um að kenna. Í sama fréttatíma var sagt frá mislingum í Evrópu. Talað var um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 783

Guðbrandur sem oft gaukar efni að Molum sendi eftirfarandi (03.12.2011): ,,Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er upphaf á frétt á visir.is í morgun. Ég er ekki sérmenntaður í stærðfræði, en veit þó …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 782

Það er rétt sem Halldór Halldórsson blaðamaður segir á fésbókinni að þessi fyrirsögn úr Fréttatímanum (02.12.2012) er að líkindum fyrirsögn ársins: Konur bundnar nálægt klósetti í biðröð sem sífellt lengist . Molaskrifari sá fyrir sér langa röð bundinna kvenna sem biðu einhvers. Þegar fréttin er lesin kemur í ljós að verið er að segja frá …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts