Undarlegt er að fréttamönnum skuli takast að ruglast á forsetningum með staðaheitunum Akranesi og Borgarnesi. Við tölum um að fara upp á Akranes og upp í Borgarnes. Þetta hefur lengi verið fast málinu og engin ástæða til að breyta því. Í frétt klukkan sex að morgni í Ríkisútvarpinu (01.12.2011) var talað um lögregluna í Akranesi. …
Molar um málfar og miðla 780
Í morgunfréttum Ríkisútvarps var talað um mikla vinnustöðvun í Bretlandi (30.11.2011). Að mati Molaskrifara hefði verið eðlilegra að tala um víðtæka vinnustöðvun. Í frétt Ríkissjónvarps sama dag var réttilega talað um umfangsmikla vinnustöðvun. Ritsnilldin á vefnum pressan.is bregst ekki þennan dag frekar en aðra daga (30.11.2011): Hannes segir alla frjálst að segja sína skoðun, en …
Molar um málfar og miðla 779
Samantekt um níu líf ríkisstjórnarinnar var skemmtilega fram sett í fréttum Stöðvar tvö (28.11.2011). Samkvæmt bókhaldi Stöðvar tvö á ríkisstjórnin aðeins tvö líf eftir og kjörtímabilið rétt rúmlega hálfnað ! Líklega verður að smala fleiri köttum ! Í fréttum Stöðvar tvö (28.11.2011) var sagt: … vegna þess að þeim vanti stuðning innan menntakerfisins. Í fréttum …
Molar um málfar og miðla 778
Í bókmenntaþætti í Ríkisútvarpinu (endurflutt 28.11.2011) var fjallað um unglingabók, vitnað var í bókina og sagt að söguhetjan hefði orðið pólitísk fígúra. Af samhenginu mátti ráða að nokkuð víst var að hér verið að hráþýða úr ensku þar sem talað hefði verið um political figure. En figure á ensku er ekki fígúra á íslensku. Hér …
Molar um málfar og miðla 777
Dagskrárkynnir Stöðvar tvö (27.11.2011) sagði: Klukkan …. er komið að Heimsenda. Hann var að kynna þátt sem heitir Heimsendir. Þessvegna hefði hann átt að segja: Klukkan … er komið að Heimsendi. Heimsendir er endalok heimsins. Heimsendi er hinsvegar þar sem heimurinn endar ef svo má að orði komast. Prýðileg heimildamynd Páls Steingrímssonar og Friðþjófs Helgasonar …
Molar um málfar og miðla 776
Í fréttum Stöðvar tvö (25.11.2011) var talað um starfsfólk Byr og Íslandsbanka. Hér hefði átt að tala um starfsfólk Byrs og Íslandsbanka. Stundum er eins og fréttamenn séu hræddir við að beygja heiti fyrirtækja. Einu sinni var það regla í Ríkisútvarpinu að spila ekki Heims um ból fyrr en á aðfangadagskvöld. Nú hljómar Heims um …
Molar um málfar og miðla 775
Í Molum um málfar og miðla 773 talaði Molaskrifari um illa lesinn útvarpsmann í Morgunútvarpi Rásar tvö, sem hefði talið ummæli sem Styrmir Gunnarssonar fv. ristjóri viðhafði í grein vera frá Styrmi sjálfum eða fréttamanni BBC. Styrmir leiðrétti útvarpsmanninn og sagði ummælin frá Angelu Merkel komin. Freyr Eyjólfsson umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar tvö hefur bent Molaskrifara …
Draugagangur á vef Ríkisútvarpsins?
Í dag (25.11.2011) var um skeið frétt á vef Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: ,,Byggja í kapp við leyfissviptingu”. Efni fréttarinnar var að í áliti Skipulagsstofnunar ríkisins segir að leyfið sem veitt var fyrir endurbyggingu Þorláksbúðar í Skálholti hvíli á deiliskipulagi sem ekki sé í gildi. Síðan er haft eftir skipulagsstjóra, Stefáni Thors: ,,… en á meðan …
Molar um málfar og miðla 774
Í fyrirsögn á mbl.is (22.11.2011) segir: Ekið á reiðhjólamann. Í fréttinni er talað um hjólandi vegfaranda. Hvað varð um hið góða orð hjólreiðamaður? Týnt og gleymt? Vonandi ekki. dv.is talaði réttilega um hjólreiðamann. Molavin hnaut einnig um þetta og segir: ,,Innlent | mbl | 22.11.2011 | 11:04 Ekið á reiðhjólamann Svo hljóðar fyrirsögn á Netmogga. …
Molar um málfar og miðla 773
Bent var á í morgunútvarpi Rásar tvö (21.11.2011) að gagnrýna mætti ýmislegt fleira en leiksýningar og myndlistarsýningar. Til dæmis mætti gagnrýna byggingar og bílastæði. Þetta er alveg rétt. Molaskrifari gagnrýndi fyrir nokkru á fésbókinni bílastæðakjallarana undir Turninum svokallaða við Höfðatorg í Reykjavík, byggingu sem sumir kalla reyndar ,,turnskrímslið”. Það er ekkert rangnefni. Bílastæðakjallararnir þar eru …