Egill sendi þetta (20.11.2011): ,,Árni Þór Sigurðsson þaggaði niður í sessunautum sínum, í Silfri Egils, með því að segja:„… kasta grjóti úr steinhúsi. Að kasta steinum úr glerhúsi er rétt orðatiltæki. Fólk ætti ekki að grípa til orðatiltækja nema kunna þau og þekkja merkingu þeirra. Fyrir nokkrum árum síðan var kona í sjónvarpsviðtali, sem sagði: …
Molar um málfar og miðla 771
Það er oft gaman að Morgunblaðinu. Í pistli í blaðinu (21.11.2011) segir einn af blaðamönnum þess um 55% endurkjör Bjarna Benediktssonar: Það er gríðarleg traustsyfirlýsing eftir þá miklu eldskírn sem hann fengið á fyrstu tveimur árum formannsferilsins …. Í leiðara Fréttablaðsins segir hinsvegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins: Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt …
Molar um málfar og miðla 770
Í fyrirsögn í Fréttatímanum (18.11.2011) er talað um listarstol, – á að vera lystarstol. Það fer lítið fyrir prófarkalestri á þeim bæ þar sem svona villa kemst inn í fimm dálka fyrirsögn. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (19.11.2011) var talað um víðtækt lið lögreglu- og sérsveitarmanna … Betur hefði farið á því að tala um fjölmennt lið …
Molar um málfar og miðla 769
Hannes Hólmsteinn Gissurarson notaði minningargrein sem hann skrifaði um Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi ráðherra til að tala illa um Emil Jónsson fv. ráðherra og forystumann Hafnfirðinga í áratugi. Í leiðara Morgunblaðsins þar sem Matthíasar var minnst að verðleikum og vikið að því er Matthías, nýgræðingur í pólitík felldi Emil í kosningum 1959. Í leiðaranum var …
Molar um málfar og miðla 768
Í fréttum Stöðvar tvö (15.11.2011) var tvísagt: .. á aðfaranótt föstudags. Í báðum tilvikum hefði verið betra að sleppa forsetningunni og segja aðeins: … aðfaranótt föstudags. Í fréttum Ríkissjónvarps sama kvöld var talað um að kaupa upplagið upp. Nægt hefði að segja: … að kaupa upplagið. Gaman var að sjá barnaskara fylla Eldborgarsalinn í Hörpu …
Molar um málfar og miðla 767
Það var að verðleikum að rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir skyldi hljóta verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Molaskrifari hefur lesið allar skáldsögur hennar. Hún skrifar hrífandi texta. Til hamingju! Ég lýsi allri ábyrgð á þessum tilvonandi lögum á herðar ríkisstjórnarinnar, sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi Íslendinga á degi íslenskrar tungu. Talað er …
Icelandair undirbýr kirkjubyggingu
Það var sannarlega fréttnæmt að fulltrúi flugfélagsins Icelandair hefði mætt á Kirkjuþingi til að reka áróður fyrir því að byggð yrði í Skálholti eftirlíking af miðaldakirkju. Enn furðulegra var að heyra að þetta ætti að kosta litlar 530 milljónir og aðgangseyrir ætti að standa undir byggingarkostnaði og rekstri. Það hlýtur að teljast mikilvæg stefnubreyting hjá …
Molar um málfar og miðla 766
Í dag, 16. nóvember, er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn er helgaður tungunni, dagur íslenskrar tungu. Allir dagar eiga að vera dagar íslenskrar tungu. Úr mbl.is (13.11.2011): …. en barnið var næstum því búið að kafna þegar blautklútur festist í hálsinum á því. Næstum því búið að kafna? Næstum kafnað, hefði verið betra orðalag í frásögn …
Molar um málfar og miðla 765
Viðtal Egils í Silfrinu í gær við írska prófessorinn dr. Kirby frá háskólanum í Limerick var með athyglisverðasta efni sem Molaskrifari lengi hefur séð í Ríkissjónvarpinu. Takk fyrir það, Egill. Þar kom ótrúlega margt athyglisvert fram um hvað er líkt og ólíkt kreppu og hruni í Írlandi og á Íslandi. Eftirtektarvert hvernig írskir kjósendur refsuðu …
Molar um málfar og miðla 764
Oft er gott og áhugavert efni í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Stundum mjög gott, ekki síst á stundum er kafað er ofan í umdeild mál. Viðtal og umfjöllun um systurnar ungu sem haldnar eru sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi (11.11.2011) var gott efni. En í sama þætti var viðtal við tvo leikara, svokallaða uppistandara sem var svo dæmlaust langdregin og …