Molar um málfar og miðla 720

Frumskylda blaðamanna er að fara rétt með staðreyndir og nöfn. Í frétt í Fréttablaðinu (22.09.2011) um byggingu svokallaðrar Þorláksbúðar sem Árni Johnsen sem er að láta reisa við vegg dómkirkjunnar í Skálholti er farið rangt með tvö nöfn. Áslaug Guðrún Harðardóttir, dóttir Harðar Bjarnasonar sem teiknaði kirkjuna er kölluð Ágústa. Sigurbjörn Einarsson biskup er kallaður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 719

Í auglýsingum í Ríkisútvarpinu (19.09.2011) var áskorun beint til Alþingis Íslands. Það er ekkert til sem heitir Alþingi Íslands. Við tölum um Alþingi Íslendinga. Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins svaf á verðinum. Egill sendi þetta (19.09.2011): ,,Reyni að forðast útvarpsþáttinn Sportrásina, því þar er nánast eingöngu rætt um fótbolta. Heyrði brot af þættinum í kvöld, áður en ég …

Lesa meira »

RÍkisútvarpið: Ekkert fannst

Ríkisútvarpið er stjórnlaust. Þar fara stjórnendur sínu fram. Stjórn stofnunarinnar gerir ekki neitt.. Hún hefur líka lítil sem engin verkefni að lögum. Ráðuneytin sem eiga að fara með málefni Ríkisútvarpsins virðast hafa gefist upp. Gera ekki neitt. Nýjasta afrek yfirmanna Ríkisútvarpsins er að bannfæra orðið Ríkisútvarp, þetta rúmlega áttatíu ára gamla heiti sem hefur lifað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 718

Í sexfréttum Ríkisútvarpsins (18.09.2011) var sagt frá olíumengun í sjó undan ströndum Svíþjóðar. Sagt var að tekist hefði að ná upp 130 þúsund tonnum. Molaskrifara fannst magnið vægast sagt ótrúlegt. Á fréttavef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter var sagt að tekist hefði að hreinsa upp 150 rúmmetra af olíu. Hvernig víkur því við að svona deilla …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 717

Afturganga var á ferð í fréttum Stöðvar tvö þegar sagt var frá sprengingu og eldsvoða um borð í norska strandferðaskipinu Nordlys. (15.09.2011). Þar var sagt: Allir hinna slösuðu eru meðlimir áhafnarinnar. Það er lífseig ambaga að tala um áhafnarmeðlimi. Hér hefði farið betur á að segja: Allir sem slösuðust voru úr áhöfn skipsins, – eða …

Lesa meira »

Viðbragðsáætlun gegn Bessastaðabónda

Ríkisstjórnin þarf að semja viðbragðsáætlun til að vera viðbúin ef forseti Íslands ræðst aftur með offorsi á grannlönd og vinaþjóðir og ríkisstjórn landsins. Það hefur hann gert og það getur hann gert aftur. Í viðbragðsáætluninni þarf að gera ráð fyrir að virkja sendiráð Íslands til að gera stjórnvöldum og fjölmiðlum erlendis grein fyrir eftirfarandi: 1. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 716

Útvarp Saga kynnti viðtal við nýjan vígslubiskup í Skálholti að morgni dags (15.09.2011) með því að flytja óhróður Megasar um Ragnheiði biskupsdóttur. Kveðskapur Megasar hefst svona: Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt og beiddi þegar Daði mælti á latínu. Textinn fer versnandi og verður enn klámfengnari þegar fram í sækir Hversvegna gekk verðandi vígslubiskup ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 715

Af hverju auglýsa Hagkaup Alvöru steak á diskinn minn ? (Fréttablaðið 15.09.2011) Fyrirtækið ætti að skammast sín fyrir hrognamál. Egill sendi eftirfarandi (14.09.2011): ,,Í Kastljósinu í gær, var talað um „takmarkanir á RJÚPUVEIÐUM“ í inngangi að síðasta liðnum. Það er rétt að vorkenna rjúpunni sem lögð er svona í einelti. Ætli ekki hafi verið átt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 714

Fínt er að vera búin að fá Kiljuna og Silfur Egils á dagskrá að nýju. Ásamt Landanum er þetta tvennt með því bitastæðasta í Ríkissjónvarpinu. Langt símaviðtal Egils við Sigrúnu Davíðsdóttur með einni ljósmynd af henni og stúdíómynd af Agli var hinsvegar óravegu frá því að vera sjónvarpsefni. Auk þess sem Sigrún, svo ágæt sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 713

Um leið og skipmyndateiknari er laminn fittar það inn í fyrirframgefinn ramma. Þetta er undirfyrirsögn á dv.is (11.09.2011). Sá sem samdi þessa fyrirsögn kann ekki íslensku. Hann ætti ekki að vinna á íslenskum fjölmiðli. Fjármögnuðu kosningabaráttur, segir í fyrirsögn á mbl.is (11.09.2011). Á vef Árnastofnunar sem heitir Beygingarlýsing íslensks nútímamáls er orðið barátta ekki til …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts