Molar um málfar og miðla 702

Merkilegt blað er Morgunblaðið og verður æ merkilegra með hverjum deginum sem líður. Á bls. 4 (31.08.2011) er frétt með fyrirsögninni: Verð Grímsstaða sagt í samræmi við jarðaverð. Það er þó hvergi sagt berum orðum í fréttinni. Í nafnlausum Staksteinum á bls. 8 segir Morgunblaðið: Frá Kína kom maður á snærum lipurs næstum því lakkrísframleiðanda …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 701

Ábúðarmikill fréttamaður Ríkissjónvarps stóð á tröppum kínverska sendiráðsins í Reykjavík (28.08.2011) og sagði þjóðinni að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo væri heiðursfélagi í Kommúnistaflokki Kína. Það er bull. Þökkum veitta tillitsemi, stendur á skilti við veginn skammt frá Egilsstöðum þar sem framkvæmdir stóðu yfir. Ekki er málvenja að tala um að veita tillitssemi, heldur sýna tillitssemi, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 700

Úr mbl.is (25.08.2011) : Slysið bar að með þeim hætti að rútubílstjórinn tók hægribeygju á grænu ljósi en á sama tíma hjólaði maðurinn beint til austurs með þeim afleiðingum að rútan ók á hann. Rökrétt skýring ? Gunnhildur benti réttilega á eftirfarandi: Fyrirsögn af visir.is: „Sagði Landsbankann haga sér eins og eiturlyfjasjúkling“. Hér vantar „ur“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 699

Molavin sendi: ,, … því hafa blaðamenn haldið sig til á göngum hótelsins…“ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudagskvöld. Þarna er blandað saman tvennu; að halda til e-s staðar – og að halda sig e-s staðar. Í bezta falli er þarna um fljótfærni að ræða – í versta falli vanþekkingu á móðurmálinu. Hvorugt er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 698

Úr mbl.is (23.08.2011): … um borð í uppsjávarskipinu Álsey VE. Molaskrifari  játar, að orðið uppsjávarskip hefur hann aldrei heyrt áður. Þetta er líklega orðað svona  til koma í veg fyrir að lesendur haldi á Álsey VE sé kafbátur.   Vestur í Bandaríkjunum voru menn á tánum, sagði Ríkissjónvarpið (23.08.2011) vegna þess að  senn eru tíu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 697

„Hvað segið ÞIÐ krakkar? Hlakkar YKKUR til?“ sagði Linda Blöndal nú áðan í Síðdegisútvarpinu á Rás 2, þegar hún spjallaði við 6 ára skólakrakka. Er ekki nóg komið af ambögum þáttastjórnenda? – Þetta sendi Egill Molum. Það er greinilega minnkandi áhersla lögð á að þáttastjórnendur í Ríkisútvapi séu sæmilega máli farnir, – eins og þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 696

Í ruslpóstinum sem kom inn um lúguna hjá Molaskrifara á mánudagsmorgni var pési frá fyrirtæki sem nefnist Íslenska hamborgarafabrikkan. Aðalgreinin á forsíðu hefst á þessum orðum: ,,Hamborgarafabrikkan hefur frá upphafi tekið afstöðu með Íslandi og öllu sem íslenskt er.” Þetta væri nú svo sem allt í lagi ef fyrirsögnin þvert yfir forsíðuna væri ekki: Móðurmálið,,rúlar” …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 695

Hversvegna fá hægrimenn sínu fram? Þetta er fjögurra dálka fyrirsögn í DV (22.08.2011). Molaskrifari hyggur að málvenja sé að tala um að fá sitt fram, fá sínu framgengt. Hinsvegar er sagt að ná sínu fram. Í samningaviðræðunum náði félagið öllu sínu fram. Í sunnudagsmogga (21.08.2011) er heilsíðuauglýsing um íslensk úr. Þar stendur stórum stöfum: Úr …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 694

Það er vafasamur heiður fyrir íslenska Ríkissjónvarpið að hafa verið eina norræna ríkisstöðin sem ekki sýndi beint frá minningarathöfninni um þá sem létu lífið í ódæðisverkunum í Noregi. Þetta er enn eitt dæmið um þann alvarlega dómgreindarbrest sem ræður ríkjum í Efstaleiti. Hvers eiga íslenskir áhorfendur að gjalda? Úr dv.is (19.08.2011) Steinsmiðjan S. Helgason hefur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 693

Það er ánægjulegt að  Ríkisútvarpið skuli hafa verið tilnefnt til Emmyverðlauna fyrir fréttaflutning af gosinu í Eyjafjallajökli og gott til þess að vita að þeir sem  standa að þessum tilnefningum skuli hafa fólk á sínum snærum sem hefur svo  gott vald á íslenskri  tungu að það getur   metið og  borið saman  fréttaflutning  íslenskra fjölmiðla. Nema  …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts