L.J. sendi eftirfarandi (27.02.2013) : ,Þegar ég las í gær fyrirsögn í Morgunblaðinu „Málkenndin er í tómu tjóni“ þá datt mér í hug það sem fréttakona á Stöð 2 sagði í fréttum fyrir helgi. Hún var að tala um framboð til væntanlegra alþingiskosninga og sagði að kjörseðillinn stefndi í að verða metri á breidd. Þá …
Molar um málfar og miðla 1146
Af mbl.is (26.02.2013): Jeppinn var fastur úti í miðri ánni og gruggugt og straumþungt vatnið umlykti hann nær allan. Jeppinn var næstum alveg á kafi í ánni. Meira úr sömu frétt: Lögreglan vill ekki greina frá um hvaða ferðaskrifstofu ræði. Lögreglan vill ekki greina frá því hvaða ferðaskrifstofa hér á í hlut, hvaða ferðaskrifstofu hér …
Molar um málfar og miðla 1145
Ingvar Hallgrímsson hafði samband við Molaskrifara og benti á auglýsingu á bls. 13 í Fréttablaðinu (25.02.2013) sem virðist á ábyrgð Reykjavíkurborgar, – Höfuðborgarstofu. Auglýsingin hefst með spurningu: Hver eru skilaboð áfangastaða? Þetta er auðvitað eins og hvert annað bull,- en ekki tekur betra við. Aðalfyrirsögnin í auglýsingunni er: Málþing um vörumerkjamótun áfangastaða. – Hvað er …
Molar um málfar og miðla 1144
Hjálmar Georgsson skrifaði (23.02.2013): ,,Sæll Eiður. Ég hef verið að lesa pistlana þína og líkað vel. Nú dynur í höfðinu á okkur síðustu áratugi hugtakið kostir og gallar sem að mínu viti er afbökun á máli. Í stað þess að tala um kosti og ókosti og svo gæði og galla sem er verk úttektaraðila hverju …
Molar um málfar og miðla 1143
Af mbl.is (21.02.2013): Segir hann að vandamál vegna hækkandi greiðslubirgði lána, sem afleiðing af höfuðstólshækkun, megi að nokkru leiti skýra með mikilli skuldasöfnun heimilanna. Hér hefur blaðamanni mbl.is fatast flugið. Hann talar um greiðslubirgði, en á við greiðslubyrði. Í tónleikatilkynningu frá Salnum í Kópavogi (21.02.2013) segir: … en hún vakti athygli í fyrra þegar hún …
Molar um málfar og miðla 1142
Lesandi benti á þessa frétt á mbl.is (20.02.2013) http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/20/bunir_ad_grafa_11_12_thusund_tonn/ Þarna er talað um að grafa síld í fjörunni. Eðlilegra væri að mati Molaskrifara að tala um að urða síldina. Í fréttinni segir: ,, Síldin er grafin í fjörunni, en grútnum er ekið að urðunarstað í Fíflholtum. Bjarni segir að reynt sé að taka margar grafir …
Molar um málfar og miðla 1141
Í sjöfréttum Ríkisútvarps (20.02.2013) var sagt: Þegar klukkan var fjórðungi gengin í tvö í nótt. Fjórðung gengin í tvö, fimmtán mínútur yfir eitt. Þar var enn fremur talað um efnahagsörðugleika í Ítalíu. Það er málvenja í íslensku að segja á Ítalíu ekki í Ítalíu. Í þessum sama stutta fréttatíma var talað um að gera að …
Molar um málfar og miðla 1140
Helgi Haraldsson í Osló, góðvinur Molanna, bendir á eftirfarandi: Mbl 18/2-2013 http://www.mbl.is/frettir/ „Við ættum að eiga bestu skólana“ Með breyttu skipulagi skóladagsins fyrstu 4-5 árin í grunnskóla er hægt að byggja upp þá grunnfærni sem nauðsynleg er til að ná tökum á öðrum námsgreinum. Hver skyldi hafa þýtt þetta?! Eða er þetta haft orðrétt eftir …
Molar um málfar og miðla 1139
Skrítin frétt á Stöð tvö (18.02.2013) Leikskólakennari framvísaði ógildu strætókorti og var vísað út úr strætó með 19 leikskólabörn. Í viðtali við Stöð tvö virtist kennarinn ekkert sjá athugavert við að nota ógilt kort til að ferðast með 19 börn í strætó. Tæpast góð fyrirmynd fyrir börnin. Talsmaður Strætó sagði að bæði kennarinn og bílstjórinn …
Molar um málfar og miðla 1138
Molaskrifari átti skemmtilega stund í Háskólanum í Reykjavík í liðinni viku. Þar spjallaði hann í rúmlega klukkustund við nemendur sem sækja námskeið í hagnýtri notkun íslensku og ensku. Þetta unga fólk var áhugasamt og spurði um allt milli himins og jarðar. Stundum skorti sjálfsagt á að svörin væru fullnægjandi, en hvað um það. Ég skynjaði …


