«

»

Meira sjónvarpshrós !

 Útsending   sjónvarpsins RÚV  frá komu  Silfurliðsins  til landsins í gær  og  hátíðahöldunum sem  fylgdu í kjölfarið var tæknilegt afrek. Til hamingju með  það  sjónvarpsfólk.

Mér þykir ekki ósennilegt að þetta  sé ein flóknasta  beina  útsending í sögu  sjónvarpsins.  Þetta  var eiginlega  tindurinn  eftir  frambæra frammistöðu  sjónvarpsmanna í Beijing.

Í Færeyjum  fylgdumst við  með þessu  um   gervihnöttinn Thor (færeyska orðið yfir gervihnött er   fylgisveinn).  Myndgæðin betri en hjá  Símanum í Garðabæ. Seinna um kvöldið var svo  færeyska sjónvarpið með  hálftíma  samantekt:  Silvurliðið  kemur  til  Reykjavíkur. Þar var  rætt  við Poul Mohr  fyrrum    aðalræðismann okkar í Færeyjum og  íslenska  handboltaboltamanninn Finn Hansson úr Hafnarfirði sem  leikur hér með Neistanum.

Glæsilegur árangur okkar fólks  í Beijing stappar stálinu í   vini okkar og  frændur hér í Færeyjum . Það ná  fleiri árangri en milljónaþjóðir.

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Ólína Þorvarðardóttir skrifar:

    Sammála – þetta var afrek hjá sjónvarpinu – RÚV á sannarlega skilið að fá (h)rós í hnappagat fyrir þessa frammistöðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>