«

»

Metnaðarleysi miðlanna

Það er kannski út úr kú þessa  dagana að  gera athugasemdir  við málfar í fjölmiðlum. Hlustaði í kvöld á  hádegisfréttir  Bylgjunnar  á netinu. Þar var sagt: „Hann gekk vel í náminu“. Síðan var  talað um“fjögur  viðskipti“. Ekki tók betra  við í Kastljósi Sjónvarps  ríkisins  þegar  umræðustjóri sagði  við  gesti  sína: „Ég óska ykkur  svo  góðrar helgi“.

Fjölmiðlungar  eru  nú í fararbroddi þeirra,  sem  eru að ganga  af fallbeygingum  tungunnar dauðum.

Hætti að hlusta og  horfa og  hélt áfram að lesa   ævisögu Churchills eftir  Roy  Jenkins , seinlesna  bók þar sem  er konfekt á hverri  síðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>