«

»

Gamlar sögur úr Noregi

Norðmenn  eru frábærir  og geta verið bráðskemmtilegir. Þeir hafa  mjög  sérstaka  sýn á  sögu sína , –   og  okkar. 1993 var til dæmis  sýning í  Ríkislistasafninu í Osló  af myndum af norskum listamönnum. Númer eitt  á  sýningunni var brjóstmynd  af Snorra Sturlusyni !

 Nokkru  síðar  kom út  ritröð hjá  einu  stærsta  útgáfufyrirtæki Noregs undir heitinu: Meginstoðir   norskra  bókmennta.  Númer eitt í   bókaflokknum var Njála, — í norskri  þýðingu !

 Í  Smugudeilunni  veiddu íslensk  skip  löglega á  alþjóðlegu hafsvæði og sættu  stöðugri  áreitni Norðmanna. Þá  var þeim   sagt að , ef  við  fengjum  ekki að  stunda löglegar  veiðar í friði , þá  mundum við  bara  flytja  til baka ! Það  fannst þeim ekkert  fyndið.

 Sagt er  að mannkynið  sé   komið  af öpum,-  nema Íslendingar.  Þeir séu komnir af  Norðmönnum.  Þetta  finnst Norðmönnum heldur ekkert   fyndið !

mbl.is Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Heidi Strand skrifar:

    Mér finnst það ekki heldur.
    Margir verður af eyrunum api.Það var ekki gaman að koma til Noregs á meðan deilan um Smutthullet stoð. Það verður heldur ekki gaman að koma aftur eftir að norðmenn hafa tapað innistæðum sinum hjá Kaupþingi. Þetta er í fyrsta sinn þetta hefur gerist frá seinni stríð. Flestir fá bætt innistæðum frá norska ríkið, en það er bara upp að 2 millur norskar á reikning og 60 manns tapar sinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>