«

»

Einstakt vinarbragð

Færeyingar hafa  sýnt það  aftur og enn hvern  vinarhug þeir  bera  til okkar  Íslendinga. Tilboð þeirra um  lán er mikið  drengskaparbragð.Þeir  sýndu líka í verki hvernig  þeir  hugsa  til okkar  bæði í Vestmannaeyjagosi og  þegar  snjóflóðin féllu    á  Flateyri og í Súðavík. Færeyingar eru kannski  smáþjóð,  en þeir  eru smáþjóð með  stórt hjarta.

Umræðan um að taka upp  færeyska  krónu  er hinsvegar  fremur  undarleg.

Færeyska krónan  er  eðli sínu   dönsk  króna , þótt  seðlarnir  séu  færeyskir. Smámyntin er  dönsk.

Mér   hefur  ekki  tekist  að nota  færeyska  seðla í Danmörku,  hvorki á  Kastrupflugvelli né   í verslunum í Kaupmannahöfn. Afgreiðslufólk neitar  að taka  við  seðlunum.  Hef meira  að segja  fengið það skriflegt, þegar  fauk  svolítið í mig í verslun í Lyngby. Þetta vita  allir  Færeyingar.Þeir reyna ekki að nota  færeyska  seðla í Danmörku.

Þetta er ástæðan  fyrir því að  þegar   seðlar eru  teknir út úr   hraðbankanum  á  Vágaflugvelli í Færeyjum þá  fær  maður   eingöngu  danska  peningaseðla, –  enda  flestir  sem þar fara um á leið til  Danmerkur,  Stundum eru  fimm ferðir  á  dag  frá  Vágum  til Danmerkur.

Við  skulum vera  Færeying þakklát  fyrir  vináttu þeirra  og  drengskap,  en  við skulum  ekki vera  að drepa  umræðunni  á  dreif  með   tali um að taka upp færeyska krónu. Það er  út í hött.

 

mbl.is Árni Johnsen vill færeyska krónu

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>