Ríkisútvarpið berst í bökkum. Það segir upp fólki. Dregur svo uppsagnir til baka. Það tikynnir lokun svæðisútvarps á landsbyggðinni. Fellur svo þeirri ákvörðun . Svæðisútvarp verður rekið áfram.
Það gefur auga leið að þessar ákvarðanir hafa ekki verið mjög vandlega undirbúnar.
Eftir að hafa horft að hluta til (gafst eiginlega upp) á þáttinn Gott kvöld á þessu laugardagskvöldi þá leyfist manni kannski að spyrja: Hvað kostar svona vitleysa ? Hvað kostar einn svona þáttur ?
Veit að þetta er ekki vinsælt hjá yngri kynslóðinni í minni fjölskyldu. Kannski eru þeir einu sem skemmta sér þokkalega stjórnandi þáttarins og vinirnir sem koma í heimsókn.
Skildu eftir svar