«

»

Afeitrun við Mývatn

Það er  góðra gjalda vert að hleypa  af stokkunum  nýjum verkefnum á landsbyggðinni eins og  athafnakonan Jónína Benediktsdóttir er  að gera við Mývatn.  En hversvegna  að kalla  það sem þarna verður í  boði “Detox”?  Þessi  sletta er stytting á  enska  orðinu  “detoxification”, en   það  heitir  á íslensku  afeitrun, gegnsætt orð og  gott.  Er ekki  tilgangurinn með  stólpípumeðferðinni einmitt sá  að hreinsa  eiturefni úr meltingarvegi og   líkama. Er það ekki  afeitrun ?  Kannski  þykir  einhverjum  fínna   að nota enskuslettu   um þessa innanhreinsun.Einkennilegt  þótti mér   líka    í sjónvarpsfréttum RÚV var  forsetafrúin   virðuleg kynnt  sem  einskonar  markaðsstjóri eða  verndari   þessarar  stólpípumeðferðar norður  við Mývatn. Það var ekki sagt einu sinni heldur  þrisvar    þetta  framtak   Jónínu nyti blessunar  forsetafrúarinnar.Þarna er  forsetaembættið enn einu sinni  á hálu svelli   og ætti að athuga sinn gang. Kannski verða  forsetahjónin þau  fyrstu  sem  notfæra sér þessa nýjung við Mývatn.  Frá því verður  áreiðanlega   skilmerkilega sagt í fréttum,ef  til kemur.  

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Ertan skrifar:

    Afeitrun, detox ?

    Hélt að líkaminn sæi um þessa starfsemi alla sjálfur og að kostnaðalausu.  Gaman væri að heyra alvöru lækna tjá sig um þessa „afeitrun“

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>