«

»

Tvöfeldnin holdi klædd

Í Morgunblaðinu í dag er mynd af sendiherra  mestu hvalveiðiþjóðar í heimi, Bandaríkjanna, að  afhenda  Steingrími J. Sigfússyni   fjármála, landbúnaðar- og  sjávarútvegsráðherra mótmælaskjal  nokkurra  sendiráða í Reykjavík gegn  hvalveiðum Íslendinga.

Þetta er sannarlega tvöfeldnin holdi klædd.Engin þjóð  er athafnasamari við hvalveiðar en Bandaríkjamenn.Þeir  veiða  meira  segja úr stofnum sem illa þola  veiðar og  gætu verið í útrýmingarhættu. Þessar veiðar eru  stundaðar í Alaska og flokkast undir  svokallaðar frumbyggjaveiðar.  Þetta er  hinsvegar  gert  innan reglna   alþjóða hvalveiðiráðsins  og  með  samþykki þess.  Sama  er  að  segja um  hrefnuveiðar Norðmanna,sem þeir  hafa  stundað áratugum saman, vísindaveiðar Japana og   fyrirhugaðar  veiðar okkar. Þetta er  allt í samræmi  við  reglur  alþjóða hvalveiðiráðsins. Við erum  í einu og  öllu að fara að  alþjóðlögum og reglum.

Við ætlum okkur  ekki að veiða úr  stofnum í útrýmingarhættu , heldur  miklu frekar að  grisja  stofna sem  eru í örum vexti.Hvalastofnum stafar ekki hætta af takmörkuðum  veiðum sem  byggja  á traustum rannsóknum.  Þeim stafar miklu meiri hætta  af  skipaumferð, sónarnotkun og  vaxandi mengun  heimshafanna,  sem  kemur hvaðan ? Ekki síst frá Bandaríkjunum og  öðrum stórum iðnveldum.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. nicejerk skrifar:

    Svona rétt til að bæta á tvöfeldnina og hræsnina, sem er reyndar alls staðar að finna í dag, þá eru syndir túnfiskveiða bandaríkjamanna enn verri. Túnfiskurinn syndir undir höfrungatorfum og því eru tugþúsundir höfrunga drepnir á ári hverju við túnfiskveiðarnar. Óþverrinn er þó mestur að þessum dauðu höfrungum er hent. Þetta er stórt vandamál vð túnfiskveiðar, en bandaríkjamenn vita augsýnilega ekki hvað er að gerast í þeirra eigin bakgarði í dag frekar en fyrri daginn.

    Það er engin lausn að benda á aðra verri, heldur á að taka á öllum málum frá grunni og rökfestu, ekki eftir gjammi og góli og vindátt.

  2. pirrhringur skrifar:

    það er mjög mikið til í þessari færslu…

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>