«

»

Molar um málfar XXVIII

  Alþingismönnum, sem öðrum, lætur misvel að tjá sig í rituðu máli. Eftirfarandi  las ég á þingmannsbloggi í gærkveldi: ,,Útvaldir gæðingar inni í bönkunum sem stýrt er af pólitísk skipuðum bankaráðum er ætlað það hlutverk að ákveða hverjir fái afskriftir á sínum lánum.“ Hér ætti í  fyrsta lagi að standa – Útvöldum gæðingum og  svo eru bankaráðin ekki ,,pólitísk skipuð“, heldur pólitískt. Þetta er dæmi um það sem svo  oft  sést . þegar komið er  fram í miðja setningu man  skrifari ekki lengur hvaðan hann lagði af stað.  Það mætti raunar gera  fleiri athugasemdir við tilvitnaða setningu.

Benedikt spurði í athugasemd   við síðustu Mola hvað mér  fyndist um það er  stjórnmálamenn  sífellt  tala um  að ,,taka umræðu“ um  eitthvert mál.  Eins og þér, Benedikt,  finnst mér þetta ótækt orðalag, – alveg jafnslæmt og þegar stjórnmálamenn segja að   framundan   séu  ,,stórar ákvarðanatökur“. Veit eiginlega ekki hvort er verra.Sem ég setti punktinn aftan  við þessa setningu   sagði  þulur  RÚV í  dagskrárkynningu, að sagt yrði frá  fyrstu póstferðinni ,,alla leiðina frá Reykjavík til Akureyrar“. Ef póstferð hefur verið farin frá Reykjavík til Akureyrar hefur hún að sjálfsögðu verið  farin alla leiðin, ekki hálfa leiðina !

Nefnifallssýki breiðist út. Í íþróttafréttum  RÚV í hádeginu las  íþróttafréttamaður:,,… en  tíminn nægði henni til að tryggja sér  sæti á heimsmeistaramótinu í sumar eins og  Ragnheiður  Ragnarsdóttir…“

Svo þakka ég enn og  aftur  jákvæð við brögð við þessum ábendingum og  hugleiðingum.

 

 

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Sverrir Einarsson skrifar:

    Bragð er að þá barnið finnur. Stendur þetta ekki einhverstaðar, ég kann ekki mikið í Íslensku hvorki rit né talmáli.

    En þegar ég er farinn að sjá og heyra ambögur þá er eitthvað mikið að.

    Takk fyrir góða pistla.

  2. Júlíus Valsson skrifar:

    Heyrðu! Þetta var smá djók. Ég var bara að herma eftir henni Guðrúni.

  3. Júlíus Valsson skrifar:

    Æðislegt! Ég hef ekki mikið spáð í þessu, en ef það gengur eftir og Guð gæfi að gott á veitir, þá er er það líkasti því að klóra í bakafullan lækinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>