«

»

Grímsstaðaglýjan er villuljós

Erindreki og forstjóri fyrirtækja kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi, Halldór Jóhannsson flutti erindi í Háskóla Íslands 8. október. Erindið nefndi hann: „Tilraun kínversks einkafyrirtækis til að fjárfesta á Íslandi“.

Hafi undirritaður haft efasemdir um áform Huangs Nubos þá minnkuðu þær ekki við að hlusta á erindi Halldórs um vinnuveitanda sinn og yfirmann. Að fyrirlestrinum loknum svaraði Halldór spurningum fundargesta. Ekki er ég viss um að þeir sem spurðu eða á hlýddu hafi orðið margs vísari.

Að undanförnu hef ég reynt að lesa mér svolítið til um Huang Nubo og umsvif hans. Í fyrirlestrinum birti Halldór myndir af háhýsum í Peking og sagði þetta höfuðstöðvar Zhongkun samsteypu Huangs Nubo. Líklega eru hundrað önnur fyrirtæki til húsa í þessum byggingum. Kannski eru höfuðstöðvar fyrirtækis hans og 200 fermetra einkaskrifstofa á einni eða tveimur hæðum. Þetta er svipað og að segja að Hús verslunarinnar hafi verið höfuðstöðvar ÍNN sjónvarpsins sem var til húsa þar fyrst eftir að stöðin tók til starfa.

Í fyrirlestrinum sagði Halldór Jóhannsson að forseti Íslands og fjölmargir ráðherrar hefðu á undanförnum árum heimsótt Kína til að óska eftir kínverskum fjárfestingum á Íslandi. Á þeim tæplega fjórum árum sem ég starfaði sem sendiherra i Kína tók ég á móti forsetanum og fjölmörgum ráðherrum. Þeir funduðu með kínverskum ráðamönnum. Ekki minnist ég þess að á þessum fundum hafi verið sérstaklega rætt um kínverskar fjárfestingar Íslandi. Og fráleitt er að þessar ferðir hafi verið farnar til að sækjast eftir kínverskri fjárfestingu á Íslandi eins og Halldór sagði. Meðal annars var á þessum fundum rætt um að greiða fyrir viðskiptum íslenskra fyrirtækja í Kína. Þar var rætt um íslensk jarðhitaverkefni, bankastarfsemi, ferðamál og samgöngur svo nokkuð sé nefnt.

Fyrir næstum sex árum fór Huang Nubo af stað með mikil fjárfestingaráform í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. Þar hefur ekkert gerst, – nema hann mun hafa veðsett landið sem hann keypti þar. Stuttu seinna kynnti hann mikil fjárfestingaráform í Japan , – á Hokkaidó. Þar átti að reisa hótel, gera golfvöll og skíðasvæði. Það hljómar kunnuglega, ekki satt? Þar hefur heldur ekkert gerst. Hversvegna ætti eitthvað frekar að gerast á Grímsstöðum á Fjöllum nú þegar kynnt eru mikil framkvæmdaáform á vegum Huangs? Ætlar Huang Nubo samtímis að standa í miklum framkvæmdum á sviði ferðamála í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi?

Huang Nubo sagði í viðtali við China National Radio 3. maí síðastliðinn sem var svo birt í South China Morning Post 5. maí sl. að Alþingi hefði vegna þessa verkefnis (Grímsstaða) breytt lögum um takmörkun á leigutíma á landi til útlendinga og lengt hann úr 3 árum í 99 ár (For our project its parliament passed a new law raising the limit to 99 years). Um þetta var spurt á fundinum. Halldór svaraði og talaði um þýðingarörðugleika. Sú afsökun hefur heyrst áður. Ýmist er þýtt rangt eða blaðamenn misskilja það sem sagt er. Við þekkjum þetta sosum. Halldór lagði svo áherslu á að þessi ranga fullyrðing Huangs Nubo hefði verið leiðrétt. Ekki skal það dregið í efa. En þessi ranga fullyrðing er bara ein af mörgum röngum fullyrðingum Huangs Nubo um stöðu þessa dæmalausa máls.

Það má svo nefna að Huang Nubo hefur sagt að ekki þyrfti að óttast skort á viðskiptavinum á Hólsfjöllum. Á hverjum sólarhring kæmu til Íslands fjórar þotur frá USA fullar af ferðamönnum. Hann hefur greinilega ekki ríkan skilning á ferðamálum hér og leiðakerfi Icelandair ef hann héldur að Ísland sé loka ákvörðunarstaður allra þeirra sem fljúga með Icelandair frá Bandaríkjunum til Evrópu.

Meðal þess sem lesa má í opinberum gögnum um rekstur Huangs Nubo er að hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1996. Ári seinna græddu hann og félagi hans 8 milljónir dollara á lóðabraski í Peking. Þau mál gerast oftast þannig í Kína að spilltir embættismenn láta útvalda einstaklinga hafa góðar byggingarlóðir fyrir spottprís. Lóðirnar eru svo seldar byggingarfélögum á þúsund földu verði eða svo. Oft koma mútur við sögu. Huang Nubo hefur viðurkennt það. Þetta er alltaf að gerast í Kína og er ekki ný bóla. Spilling hefur verið landlæg meðal kínverskra embættismanna öldum saman. Fersk er sagan sem nú vindur fram þar sem Bo Xilai fyrrum viðskiptaráðherra Kína og kona hans fara með aðalhlutverkin.

Það kom oftar en einu sinni fram í fyrirlestri Halldórs Jóhannssonar að mikilvægt væri að ganga þannig frá samningum við Íslendinga að ,,misvitrir stjórnmálamenn” gætu ekki spillt þeim síðar.

Stundum er eins og við Íslendingar elskum að láta plata okkur. Við eigum erfitt með að setja hluti í rétt samhengi. Okkur hættir til að fá glýju í augu þegar nýríkir menn bjóða okkur gull og græna skóga., – jafnvel uppi á hrjóstrugum öræfum. Við eigum að hafa vit á því að binda enda á þetta Hólsfjallaævintýri misviturra manna áður en það hefst fyrir alvöru. Það er öllum fyrir bestu. Líka Norðlendingum.

Eiður Svanberg Guðnason
Höfundur er fyrrverandi sendiherra íslands í Kína.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Kærar þakkir fyrir þetta, Jón Ari.

  2. Jón Ari skrifar:

    Be wary in deals with China: experts …
    OTTAWA — Yes, China should be treated differently.
    11 Oct 2012 – Times Colonist – Postmedia News

    That’s the consensus view of security experts examining the dealings of both Chinese telecommunications technology company Huawei, which has been vying for a federal government communications work, and the bid by China National Offshore Oil Corporation to take over an Alberta oil company.

    The lack of transparency in China’s business methods means corporate espionage is always top of mind for both Canadian firms and legislators, they say.

    “There’s a strategic mistrust for China that comes from an economic and political system that is unfamiliar to Canadians and is in some sense undesirable. We don’t understand the opacity and we resist the opacity of the Chinese system,” said Yuen Pau Woo, CEO of the Asia Pacific Foundation.

    Earlier this week, a U.S. congressional intelligence committee argued that allowing Huawei network switches into the United States could give the statesponsored company access to Americans’ personal, government and corporate information. That would allow any information passing through the switches to be redirected to China without anyone knowing about it.

    Such fears have not prevented Canadian companies from doing business in China, or some Chinese companies doing business in Canada. Huawei, for instance, already supplies technology to Telus, Bell and SaskTel.

    Many North American companies outsource technology manufacturing to China, meaning “back doors” into technology secrets may already be installed in some companies without their knowledge.

    Focusing on one company, in this case Huawei, misses the bigger picture, some experts say.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>