«

»

Steypustöð Sjálfstæðisflokksins

 Íslenskt  slanguryrði yfir  algert rugl er steypa. Þegar  sagt er  að eitthvað  sé  alger steypa þá er  það sem  sé  tóm  vitleysa eða  tóm tjara svo notað  sé  annað orðatiltæki. Þegar leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tala  um að  ESB  sé  að   blanda sér í kosningabaráttuna á Íslandi og   sendiherra  ESB á Íslandi með  búsetu í Noregi sýni Íslendingum  dólgslega  framkomu þá  er rétt að  athuga hvað sá  ágæti  sendiherra  gerðist  sekur um.

Afbrot hans var, að hann sagði, að sú tillaga Sjálfstæðisflokksins,að við fengjum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að aðstoða okkur við einhliða upptöku Evru væri hrein vitleysa, tóm tjara eða alger steypa svo notað sé slangur. Í viðtölum sagði hann um þessa vitleysistillögu, að hún væri „sheer nonsense“ eða „rent nonsense“ eins og mér heyrðist hann líka segja.

Er það „dólgsleg framkoma“ að benda kurteislega á að tillaga um tilteknar aðgerðir ríkjabandalagsins sem hann er fulltrúi fyrir sé óframkvæmanleg og fjarri þeim raunveruleika sem við öllum blasir.? Mér finnst það ekki. Með því að benda á þessa staðreynd er hann einungis að sinna eðlilegum starfsskyldum. Sagt er að sannleikanum verði hver sárreiðastur og svo er líklega hér. En steypustöð flokksins er nú á fullu í aðdraganda kosninganna og þótt mikið sé framleitt af steypu er ég ekki viss um að hún seljist mjög vel.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Hefði átt að bæta því við að athyglisvert er að sjá hvernig AMX fjallar um ummæli ESB sendiherrans. AMX segist vera „Fremsti fréttaskýringavefur landsins“ Þegar betur er að gáð ætti AMX frekar að heita „Fréttaskýringavefur Sjálfstæðisflokksins“ Það væri miklu heiðarlegra.

    Þetta er nefnilega bara útibú  frá  Steypustöð Sjálfstæðisflokksins og þaðan  rennur  nú steypan í stríðum straumum.

  2. Heimir Tómasson skrifar:

    Svona í framhjáhlaupi þá má einnig benda á að Windows stýrikerfið er alger steypa. Af hverju?

    Jú, við höfum Windows CE, ME, NT.

    Hm?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>