«

»

Hvar eru tölurnar?

Hvar eru  tölurnar sem styðja það rökum að Álftanesvegurinn núverandi sé með allra hættulegustu vegarspottum  á landinu eins og  hvað eftir annað er látið liggja að eða fullyrt?  Bæjarstjóri Garðabæjar talaði um slysahættu á Álftanesvegi í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru, en ráðlagði  fólki jafnframt að skoða Gálgahraunið út um bílglugga!  Varla eykur það umferðaröryggið!

Hversvegna veifar ekki vegamálastjóri þessum tölum? Ég hef aldrei heyrt hann nefna þær. Ekki aðra heldur. Hvað  segir Samgöngustofa? Heldur hún ekki utan um svona gögn? Það er  bara sagt að vegurinn  sé hættulegur. Með sama hætti má segja að allir vegir séu hættulegir.

Getur verið að þessar tölur  séu ekkert í umræðunni vegna þess að  þessi stutti vegur sé ekkert sérlega hættulegur?  Þær hættur  sem þar kunna að leynast  er afar auðvelt að laga  án þess að kasta  þúsund milljónum af fé skattborgara (ekki bara Garðbæinga)  í nýjan veg  eftir endilöngu Gálgahrauni og valda óafturkræfum náttúruspjöllum.  Ein blindhæð er á veginum, –   hana er  ekki flókið mál að laga.  Árekstur varð á Álftanesvegi í gær, skammt frá Engidalsvegamótum. Það  var bara venjuleg aftanákeyrsla sem hafði ekkert með  legu eða ástand vegarins  að gera. Meirihluti umferðaróhappa verður vegna ástands ökumanna,eða ökutækja  ekki vegna ástands veganna. Sívaxandi fjölda  slysa í umferðinni má nú rekja   til þess að ökumaður er að  rýna í leiðsögutæki, tala í síma eða senda smáskilaboð.  Það breytist ekki þótt þúsund milljónir séu settar í nýjan veg.

 

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Takk, – tek undir með þér. K kv Eiður

  2. Egill skrifar:

    Bendi á fróðlega grein.
    Góð röksemdafærsla!

    http://www.andrisnaer.is/?p=963

  3. Eiður skrifar:

    Mér hefur verið bent á mjög athyglisverða grein í Læknablaðinu 2012/98
    http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1540/PDF/f04.pdf
    Greinin heitir: Slys á hættulegustu vegum landsins og er eftir Þórodd Bjarnason félagsfræðing og Svein Arnarsson félagsfræðinema. Heiti greinarinnar skýrir efnið. Ekki verður séð að Álftanesvegur kom þar nokkuð við sögu. Ég get ekki sé að hann sé nefndur. Allt tal um að vegurinn sé stórhættulegur á því ekki við rök að styðjast samkvæmt rannsóknum á umferðarslysum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>