«

»

Þunnur grautur

  Það er alltaf jafngaman  að heyra Þóru Tómasdóttur,fréttaman tala sína  fallegu norsku. Viðmælendur  hennar íKastljósi, í kvöld , tveir kunnir  norskir  ESB  andstæðingar, –  annar að  atvinnu,  höfðu hinsvegar fátt   nýtt fram að  færa.Um það er ekki við hana að sakast. Séu  svör  Norðmannanna  gaumgæfð,  má lesa milli línanna að   þeir  vilja ekki að Ísland  gangi í Evrópusambandið,- vegna þess að það sé  andstætt hagsmunum  Norðmanna.   -Þá  stöndum við aleinir  gegn öllum ,  sagði  annar þeirra.

 Þessir  tveir ágætu menn töluðu eins og ekkert  hefði breyst  frá  1994 þegar  Norðmenn  felldu ESB  aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Kjörsókn var þá 89%, með því allra mesta  sem  þekkst hefur í kosningum í Noregi. Þess  er hinsvegar sjaldnast getið  hve lítill munurinn var. Já  sögðu 52,2% en nei 47.8%. En á  15 árumj  hefur margt breyst ekki síst í sjávarútvegsmálum og í  Evrópusamvinnunni.

 Þergar talað  er  eins og  Norðmenn  séu okkar helstu bandamenn í sjávarútvegsmálum  er hollt að minnast þess   hverjir  standa nú harðast gegn því að  Ísland  sé  viðurkennt  sem  strandríki í makrílveiðum.  Það  skyldu þó aldrei vera  vinir okkar  Norðmenn sem koma í veg fyrir  að  við fáum sæti  við samningaborðið þar sem  rætt er um makrílveiðarnar ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>