«

»

HVER FYLGIST MEÐ RARIK ?

Það er  góðra gjalda vert hjá  viðskiptaráðherra að  láta fylgjast sérstaklega með verðlagi hjá Hitaveitu Suðurnesja eftir að einkafyrirtæki eignaðist þriðjung fyrirtækisins. 

En hvað með  RARIK,sem  einu sinni hét Rafmagnsveitur ríkisins  og  skreytir sig  nú með   viðbótinni ohf – opinbert hlutafélag?  Ég er einn af viðskiptavinum RARIK. Fyrir  einu ári greiddi  ég  fyrirtækinu að jafnaði innan  við  fimm þúsund krónur á mánuði. Fyrir sömu þjónustu greiði ég nú krónur   sjö þúsund og  fimmhundruð , eða  50%  hærra gjald  en í fyrra.

Sú breyting hefur þó orðið á,að nú greiði ég  ekki aðeins  til RARIK heldur  og til einhvers, sem  heitir Orkusalan ehf ,-  einkahlutafélag. Hvað hefur breyst? Hversvegna  50% hækkun ?

Það  þarf greinilega  líka  að vernda  neytendur  fyrir  hrammi  einokunarfyrirtækja  í ríkiseigu,- eða hvað?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>