Í gær og í dag hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar rætt Icesave málið á Alþingi undir ýmsum dagskrárliðum, þykjast til dæmis vera að tala um störf þingsins eða fundarstjórn forseta.
Þegar kom að því dag að því að greiða atkvæði um afbrigði frá þingsköpum eins og alsiða er að gera svo taka megi málið á dagskrá aðeins fyrr en þingsköp segja fyrir um , greiðir öll stjórnaranstaðan atkvæði á móti. Þetta er ekki hægt að kalla annað en fíflagang. Þeir sem fara fyrir styjórnarandstöðunni eru ólíkindatól og mér segir svo hugur um að það sé ekki mjög algengt í þingsögunni að neitað hafi verið um afbrigði , þótt þess séu sjálfsagt dæmi.
Aldrei fyrr höfum við hinsvegar haft stjórnarandstöðu sem hegðar sér eins og ólátabekkur í gagnfræðaskóla. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gjamma og gjamma úr sal til þess að helst heyrist ekki í þeim sem hefur orðið og er í ræðustól. Þetta er allt dálítið óraunverlegt.
Það var annað yfirbragð á umræðum norskra stjórnmálamanna í NRK Dagsnytt í dag, – eins og svart og hvítt.
6 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Sverrir skrifar:
21/10/2009 at 13:29 (UTC 0)
Af visir.is í dag:
Lenti maðurinn á hausnum á næstu hæð fyrir neðan og lést.
Þarna hefði verið smekklegra að nota höfðinu
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
21/10/2009 at 08:44 (UTC 0)
Nú hefur komið fram í blöðum og haft eftir skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussyni, að það sé ekki algengt að hafnað sé beiðni um afbrigði frá þingskapalögum svo taka megi mál fyrr til umræðu. Þess séu þó dæmi. Sá sem þetta skrifar minnist ekki slíkrar höfnunar á sínum fimmtán árum á Alþingi.
Ljóst er að það var eingöngu skemmdarfýsn sem réði gerðum stjórnarandstæðinga er þeir felldu afbrigðin í gær. Sannast sagna var ömurlegt að hlusta á hræsni formanna þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er þeir sögðu málið svo alvarlegt að það þyrfti vandaðan undirbúning. Þessvegna væri ekki hægt að ræða það fyrr en eftir sólarhring. Ætli þeir hafi legið yfir því í nótt? Þeir töluðu um þetta mál í allt heila sumar. Sjaldan hefur maður séð kjörna fulltrúa þjóðarinnar á þingi lúta svo lágt sem þingflokksformennirnir gerðu í gær. Dapurlegt.
Kama Sutra skrifar:
21/10/2009 at 03:38 (UTC 0)
Ég spái því að núverandi þingmenn stjórnarandstöðu verði í framtíðinni taldir meðal ábyrgðarlausustu og fíflalegustu þingmönnum Íslandssögunnar. Þessi asnalæti í þeim verða geymd en ekki gleymd. Þau rembast eins og þau eigi lífið að leysa til að reyna að skemma og eyðileggja og tefja að mál komist í gegnum þingið.
Ég held þeim geti varla verið sjálfrátt eins og þau láta. Algjör sandkassaleikur á þinginu – dag eftir dag eftir dag. Ekkert skrýtið að íslenska þjóðin er sokkin í djúpan skít með svona ábyrgðarlaust pakk á Alþingi.
Svo er til fólk sem vill að þetta lið taki við í nýrri ríkisstjórn!
Eygló skrifar:
21/10/2009 at 00:43 (UTC 0)
svo heimtar fólk (sumir/margir?) nýja ríkisstjórn. Núverandi andstöðuflokka?
Steini Briem skrifar:
21/10/2009 at 00:11 (UTC 0)
Gapir stór þar galinn kór,
Guðlaugur Þór og Tryggvi Þór,
stóran mokar Framsókn flór,
fór til Noregs og drýgði hór.
Haukur Kristinsson skrifar:
20/10/2009 at 19:53 (UTC 0)
Stjórnarandstaðan í dag er einhver sú vitlausasta og óábyrgsta sem sögur fara af. Mér er óskiljanlegt hvernig eldri þingmenn Framsóknarflokksins og einnig Guðmundur Steingrímsson, láta Sigmund Davíð, Höskuld og Eygló teyma sig á asnaeyrunum. Bjarni Ben hjá Íhaldinu, Gunnlaugur Þór + Illugi, og svo nýliðinn Tryggvi Þór láta eins og fífl. Það gerir svo einnig snobb kellingin Þorgerður Katrín. Hún hefur ekkert lært, konan sú. Þegar svo öllun er ljóst að þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera nær alla ábyrgðina á því ástandi sem ríkir í dag, um það þarf ekki að ræða, er þessi framkoma og hugarfar þingmannana eiginlega vítarvert, ef ekki abnormal.