«

»

Gullfiskaminnið og heiðarleikinn

 

 

 Þegar stjórnmálamaður fullyrðir að hann hafi ekki haft hugmynd um að Baugur  hafi  styrkt  kosningabaráttu hans  fyrir  fjórum árum, um eina milljón  króna  þá kemur tvennt    upp í í hugann. Hann heldur  að kjósendur séu heimskir.  Kjósendur  skynja að hann er ekki  eins   klár og hann vill vera láta. Allavega er hann ekki minnisgóður.

  

  Þetta minnir á  að fyrir nokkrum árum fékk tilvonandi  tengdadóttir  ráðherra ríkisborgararétt með hraði. Alþingismennirnir,  sem   settu stúlkuna á hraðbraut ríkisborgararéttar,  sóru   og sárt við lögðu  hver á fætur  öðrum að þeir hefðu  ekki haft hugmynd um tengsl  hennar við ráðherrann.  Trúlegt?  Hreint ekki. Að minnsta kosti hvarflaði ekki að mér að trúa þeim.

 

  Það veitti greinilega  ekki af því að halda þjóðfund þar sem heiðarleiki var settur á oddinn, – því   122 fundargestir voru  sektaðir fyrir að leggja  bílum sínum ólöglega  við  fundarstaðinn. En ekki verður því trúað,    forsvarsmenn  þjóðfundarins hafi haft samband  við lögregluna til að  óska eftir því að fallið yrði frá sektum.

 Kannski er þetta  bara Ísland í dag, eins og stundum er sagt.

 

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Sigurður Sigurðsson skrifar:

    Nú brá mér Eiður, ertu farinn að dásama DV ??

    Mér finnst nú að þú ættir að svara Guðmundi hér að ofan, hann kemur með vel rökstuddar athugasemdir en þú vitnar bara í DV.

    Hvað með styrkina til krataflokksins SF ?  Svaraðu nú efnislega drengur !!

  2. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Ólafur Ingi, sem  betur  fer snertir minnisleysi  Gísla Marteins okkur  ekki persónulega. En það er athyglisvert fyrir þá sem höfðu hugsað sér að kjósa hann. En ósköp telur þú  fólk einfalt,  ef  þú  trúir því að þeir  sem  sáu um peningahliðina hafi ekki sagt  Gísla Marteini að Baugur  hafi gaukað að honum einni milljón króna !

     Svarthöfði  DV  skrifar  um Gísla Martein í dag (18.11.2009)  og dregur hann sundur og saman í  háði. Það er fróðlegt að bera þessa grein  saman  við  sorann í grein  Sverris  Stormskers um Ingibjörgu Sólrúnu í Morgunblaðinu  sl. laugardag. Svo segja menn að DV  sé  sorpblað !

  3. Ólafur Ingi Hrólfsson skrifar:

    ég hélt að þú vissir að til þess að fjarlægja sig styrktaraðilum hafa frambjóðendur fólk á sínum snærum sem sér um peningahliðina.

    Ég veit ekki betur en að þetta viðgangist í öllum flokkum.

    Dylgjur ykkar í garð Gísla Marteins lýsa innræti ykkar en hafa ekkert með hann að gera.

    Ómar – fékkst þú ekki 8 milljónir frá Landsvirkjun til gerðar áróðursmyndar í þína þágu.

  4. Guðmundur 2. Gunnarsson skrifar:

    Þar sem ég hef allfarið verið á móti „styrkjum“ (mútum?) stjórnmálamanna þá ætla ég að leyfa mér að telja upp nokkra borgaða þingmenn, sama fjárfestis.  Sá fyrsti þrætti fyrir að hafað nokkurn tíman þegið sína dúsu, og varð kosningarstjórinn hans að bera ábyrgðina á „misskilningnum“ þegar honum var ekki lengur stætt á að þræta fyrir.  Hann er enginn annar en hrunsráðherra ráðuneytis viðskipta og bankamála, Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.  Annar hrunsráðherra og núverandi formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra þjóðarinnar var líka á „styrkjaframfærslu“ Baugs manna, sem og Samfylkingarþingmennirnir Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir núverandi iðnaðarráðherra, og Róbert Marshall.  Allt Samfylkingarþingmenn og ráðherrar sem vita að Baugur bíður betur. Gert eftir gloppóttu minni og mjög sennilega eru þeir eitthvað fleiri „styrkþegar“ flokksins.  Vonandi að minnið svíki þau ekki ef þau verði aðspurð. 

  5. Ómar Ragnarsson skrifar:

    Stundum er sagt að fólk hyllist til að gleyma frekar því óþægilega en því þægilega.

    Það getur kannski verið skýringin í einhverjum tilfellum þó að ég hefði nú haldið að það hefði verið þægileg tilfinning í upphafi fyrir umrædda stjórnmálamenn að fá ríflegan styrk. 

  6. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Það hvarflar ekki að mér að blessa það  með einhverjum  hætti að Steinunn Valdís hafi þegið tvær milljópnir  frá  Baugi. Það er engu betra. Eiginlega hálfu verra. En  sagði hún kjósendum að hún hefði ekki  vitað um styrkinn?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>