Ég hjó eftir því í fréttum útvarps og sjónvarps (RÚV) í kvöld að sagt var að lögreglumenn „gráir fyrir járnum“ hefðu beðið svokallaðra „vítisengla“ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að vera grár fyrir járnum þýðir samkvæmt minni orðabók að vera með alvæpni. Eftir myndum að dæma voru lögreglumennirnar ekki með alvæpni.
Það er gott að grípa til orðatiltækja, en menn verða þá að kunna að nota þau. Hafi lögreglumennirnir verið með alvæpni ,þá hafa þeir vissulega verið gráir fyrir járnum ,og þá dreg ég þessa athugsasemd auðvitað til baka.
Skildu eftir svar