Líklega er málfarsráðunautur RÚV búinn að leggja blessun sína yfir það orðalag fréttamanna að tala um síðasta vetur, síðasta sumar og síðasta sunnudag. Önnur ályktun verður vart dregin af því ,að þetta orðalag skuli nú heyrast næstum í hverjum fréttatíma. Kannski gafst hann bara upp. Molaskrifara finnst þetta ekki gott mál.
Þegar ég sá út í morgun, vissi ég að það yrði erill, hefur pressan.is eftir lögreglumanni (25.02.2010). Hér hefði verið eðlilegra að segja: Þegar ég leit út í morgun… Hinsvegar segir maður: Glugginn var svo hélaður að ég sá ekki út. Í þessari sömu frétt var sagt, að óveður hefði geysað.Líklega er minni áhersla lögð á stafsetningarkennslu nú en áður. Óveður geysar ekki, það geisar. Sá sem þetta skrifaði geystist hinsvegar fram úr getu sinni til að skrifa rétt mál. Um og eftir miðja síðustu öld var reynt á það í hverju einasta stafsetningarprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar hvort nemendur kynnu skil á því hvenær ætti að skrifa geysa og hvenær geisa. Það er víst af ,sem áður var.
Sló körlunum ref fyrir rass,sagði í myndatexta í Morgunblaðinu (23.02.2010). Hér hefði átt að standa: Skaut körlunum ref fyrir rass, en það þýðir, – tókst (óvænt) að verða körlunum fremri. Sjá bls. 672, Mergur málsins, Íslensk orðatiltæki , uppruni, saga og notkun eftir Jón G. Friðjónsson. Þá bók ættu allir sem skrifa fréttir að hafa við höndina.
Í sjónvarpsfréttum RÚV (22.02.2010) var talað um að koma upp tveimur búðum. Orðið búðir var hér notað í merkingunni bækistöð, ekki sölubúðir. Hallast Molaskrifarin að því að segja hefði átt, – tvennum búðum. Þá var í sama fréttatíma sagt: Vanskil er alvarlegt vandamál. Hefði átt að vera: Vanskil eru alvarlegt vandamál, því vanskil er fleirtöluorð, — ekki til í eintölu.
Í tíu fréttum RÚV sjónvarps (22.02.2010) var okkur sagt ,að flugmenn þýska flugfélagsins Lufthansa væru í verkfalli. Þá var tæpur klukkutími frá því að frétt var birt á mbl.is um að verkfalli flugmanna Lufthansa hefði verið frestað. Fréttastofa RÚV má aldrei sofa.
Líklega er málfarsráðunautur RÚV búinn að leggja blessun sína yfir það orðalag fréttamanna að tala um síðasta vetur, síðasta sumar og síðasta sunnudag. Önnur ályktun verður vart dregin af því ,að þetta orðalag skuli nú heyrast næstum í hverjum fréttatíma. Kannski gafst hann bara upp. Molaskrifara finnst þetta ekki gott mál.
Þegar ég sá út í morgun, vissi ég að það yrði erill, hefur pressan.is eftir lögreglumanni (25.02.2010). Hér hefði verið eðlilegra að segja: Þegar ég leit út í morgun… Hinsvegar segir maður: Glugginn var svo hélaður að ég sá ekki út. Í þessari sömu frétt var sagt, að óveður hefði geysað.Líklega er minni áhersla lögð á stafsetningarkennslu nú en áður. Óveður geysar ekki, það geisar. Sá sem þetta skrifaði geystist hinsvegar fram úr getu sinni til að skrifa rétt mál. Um og eftir miðja síðustu öld var reynt á það í hverju einasta stafsetningarprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar hvort nemendur kynnu skil á því hvenær ætti að skrifa geysa og hvenær geisa. Það er víst af ,sem áður var.
Sló körlunum ref fyrir rass,sagði í myndatexta í Morgunblaðinu (23.02.2010). Hér hefði átt að standa: Skaut körlunum ref fyrir rass, en það þýðir, – tókst (óvænt) að verða körlunum fremri. Sjá bls. 672, Mergur málsins, Íslensk orðatiltæki , uppruni, saga og notkun eftir Jón G. Friðjónsson. Þá bók ættu allir sem skrifa fréttir að hafa við höndina.
Í sjónvarpsfréttum RÚV (22.02.2010) var talað um að koma upp tveimur búðum. Orðið búðir var hér notað í merkingunni bækistöð, ekki sölubúðir. Hallast Molaskrifarin að því að segja hefði átt, – tvennum búðum. Þá var í sama fréttatíma sagt: Vanskil er alvarlegt vandamál. Hefði átt að vera: Vanskil eru alvarlegt vandamál, því vanskil er fleirtöluorð, — ekki til í eintölu.
Í tíu fréttum RÚV sjónvarps (22.02.2010) var okkur sagt ,að flugmenn þýska flugfélagsins Lufthansa væru í verkfalli. Þá var tæpur klukkutími frá því að frétt var birt á mbl.is um að verkfalli flugmanna Lufthansa hefði verið frestað. Fréttastofa RÚV má aldrei sofa.
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Sigfús Gunnarsson skrifar:
16/04/2015 at 13:20 (UTC 0)
Nú KENNA ýmsir námskeið. Áður HÉLDU menn námskeið eða kenndu á námskeiði, vonandi með góðum árangri.
Eiður skrifar:
30/03/2015 at 10:13 (UTC 0)
Rétt athugað, Jónbjörn. Takk.
Jónbjörn Pálsson skrifar:
29/03/2015 at 21:04 (UTC 0)
Sæl og blessuð.
Ég veit ég er gamall nöldurseggur, en það fer alltaf svolítið í mínar fínustu taugar þegar Borgarfjörður eystra er nefndur Borgarfjörður eystri eins og í Landanum núna rétt áðan. Það er enginn Borgarfjörður vestri og eystra þýðir þarna „fyrir austan“. Þú mættir alveg benda Landamönnum á þetta.
Kv
Jónbjörn