«

»

Fatasaga úr Sjónvarpinu

 Umræðan um fatakaup stjórnmálamanna og   –   sjónvarpsmanna rifjaði upp  meira en  30  ára   gamla  minningu,sem mér  þykir alltaf dálítið  vænt um.
Þá  fórum  við  sjónvarpsmenn á  fimmtudegi  (ekkert sjónvarp á  fimmtudögum þá)  að vorlagi , líklega  1975  eða  1976  og  hittum   bónda á  vesturlandi, sem hafði orðið  fyrir  búsifjum því  vargfugl  lagðist  á  æðarvarpið  í landi hans.
Þegar var búið að  mynda í varpinu og  ræða  við  bónda  var okkur  boðið til stofu   upp á  kaffi og heimabakað brauð  volgt úr ofninum.
Talið barst  víða  og  þar kom, að    bóndi sneri sér að mér og  sagði: –  „Mér líkar vel  við  þig í sjónvarpinu“.   Þótti mér  nú heldur  vænkast hagur minn og  fann að þetta hlaut að vera   skynsamur búhöldur.   Svo bætti hann við: “ Þú ert alltaf í sama  jakkanum !“ 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>