«

»

Að deila við dómarann

 

Á einveldistímanum mátti ekki gagnrýna einvaldinn, orð hans  eða gjörðir. Það sama hefur líklega  gilt um dómstólana ,sem voru í vasa einvaldsins. Nú á tuttugustu og fyrstu öldinni ætlar mætasta fólk af göflum að ganga, ef einhver  leyfir sér að gagnrýna  þá niðurstöðu Hæstaréttar  að ógilda kosninguna  til Stjórnlagaþings, – kosningu sem  mörgum á hægri kanti stjórnmálanna var mjög á móti skapi. Dómarar eru menn og öllum mönnum getur skjátlast.  Þarna  varð dómurunum fótaskortur.  Það er  grundvallarmisskilningur að  Hæstiréttur  sé  hafinn yfir  gagnrýni.

  Fékk ekki Hæstaréttardómari heilan sjónvarpsþátt í Ríkissjónvarpinu til að skýra (verja) gjörðir sínar? Jú. Það var svolítið óvenjulegt, en það er svo margt óvenjulegt í dagskrá  Ríkissjónvarpsins að um það verður ekki frekar rætt.

 Sjaldan  hefur niðurstaða þessa æðsta  dómstóls verið  skoðuð og greind  jafn gaumgæfilega og Reynir Axelsson stærðfræðingur  hefur gert í grein sem víða hefur  farið. Eftir  skoðun Reynis  stendur ekki steinn  yfir steini i áliti Hæstaréttar.  Eiginlega gætu ályktunarorð  réttarins  þess vegna verið niðurstaða umræðna  í saumaklúbbi.

 Þegar sagt er, að  ekki ekki  tjói  að deila við  dómarann, þýðir það ekki að  bannað  sé  að gagnrýna  verk dómarans. Það þýðir að  niðurstöðu dómarans  verður að una hversu  röng eða vitlaus ,sem hún er.

 Það er það sem þjóðin situr nú uppi með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>