Hún er merkileg umræðan um mynt fyrir okkur Íslendinga. Hver ágætismaðurinn af öðrum hefur sagt að við eigum að taka upp evru án inngöngu í ESB. Hver leiðtoginn á vettvangi ESB af öðrum hefur sagt við okkur að það sé ekki mögulegt. Samt er haldið áfram að tala um að taka upp Evru án þess að ganga í ESB
Nú er talað um að taka upp norska krónu. Norðmenn segja það ekki kost í stöðunni. Samt halda menn áfram að tala um að við eigum að taka upp norska krónu.
Er ekki staðreyndin sú ,að við verðum með krónuna um langt skeið enn ,nema við sækjum um aðild að ESB ? Þá getur evra orðið gjaldmiðill á Íslandi einhverntíma í framtíðinni.
Norsk króna ekki í umræðunni | |
Skildu eftir svar