Forvitnilegt væri að heyra um afstöðu Blaðamannafélags til þess er félagsmaður tekur ófrjálsri hendi efni sem aldrei hefur verið sýnt og notar til að ná sér niðri á stjórnmálamanni. Blaðamannafélagið hefur látið til sín heyra af minna tilefni.
Eitthvað kynni Vegagerð ríkisins líka að hafa að segja um málið en er það ekki svo að þessi fyrrverandi fréttamaður,sem hér um ræðir er kynningarfulltrúi Vegagerðarinnar ?
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
5 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Friðrik Þór Guðmundsson skrifar:
26/11/2008 at 12:20 (UTC 0)
Takk fyrir sérhverja viðleitni, Eiður.
Eiður skrifar:
25/11/2008 at 16:44 (UTC 0)
Er að kanna hvort slóð sé til á greinina. Efast um það. Á hana ekki í tölvunni minni hér í endanlegri gerð, en ég gæti reynt að skanna hana úr blaðinu og senda þér í tölvupósti, reyndar er skanninn eitthvað að stríða mér, þessa dagana . Ég get auðvitað líka ljósritað og sett í póst. Kv Eiður
Friðrik Þór Guðmundsson skrifar:
25/11/2008 at 15:26 (UTC 0)
Þakka þér fyrir Eiður. Er til slóð á þessa grein eða verð ég að fara í Þjóðarbókhlöðuna eða bókasafn?
Ég árétta að mér fundust spurningar G. Péturs ekki leiðandi eða litaðar. Hann var kannski ekki mjög skýr í einni spurningunni og þá líka vegna fáts sem kom á hann vegna viðmóts Geirs. Það er mikið rétt að G. Pétur breytti ekki kórrétt og vísa ég til síðustu færslunnar á bloggi mínu í því sambandi.
Eiður skrifar:
25/11/2008 at 14:57 (UTC 0)
Það er engin goðsögn Friðrik ,að á fyrstu árum Sjónvarpsins hafi fréttamenn þérað viðmælendur. Þetta var óskráð starfsregla fyrstu 3-4 árin, – arfur úr útvarpinu, hygg ég. Þetta gufaði svo upp. Enda man ég ,að það kom aldrei til að maður spyrði bónda: Hefur heyskapurinn gengið vel hjá yður í sumar ? Honum hefði líklega orðið orðfall. Eða að spyrja skipstjóra á bryggjunni: Öfluðuð þér vel í þessum róðri ? Það hefði verið gjörsamlega út í hött.
Ég man hinsvegar eftir viðtali við Geir Hallgrímsson sem þá var borgarstjóri í Reykjavík .Þá var kuldakast og hitaveitan í óstandi. Ég spurði borgarstjórann: Og hvernig er svo hitaveitan hjá yður, borgarstjóri. Hún er í góðu lagi , svaraði Geir, en spurði jafnframt: Hvernig hitaveitanm hjá yður. Ég svaraði sem satt var að hún væri í fínasta lagi og funandi hiti þar sem ég bjó. Held að tengdamóðir mín blessuð hafi næstum fengið taugaáfall vegna þess að ég skyldi dirfast að spyrja borgarstjórann svo persónulega. Svo breyttist þetta þannig að hætt var að nota eða amk forðast að nota persónufornöfn uns farið var að þúa alla sennilega um miðjan áttunda áratuginn.
Allt þetta v rður að skoða í ljósi tímans og tíðarandans.
Einu sinni vorum við Magnús Bjarnfreðsson að ganga inn í sjónvarpssal í beina útsendingu með Hannibal Valdimarssyni. Við vorum búnir að vera að spjalla saman og höfðum auðvitað þúast, Magnús sagði svo við Hannibal á leiðinni inn: Svo þérum við þig auðvitað. Hannibal svaraði að bragði: Mér er alveg sama um það.Ég þúa ykkur. Sem hann og gerði.
Við tókum ekki við spurningum úr höndum ráðherra. Af obg frá. Ég fjallaði m.a. um þetta í grein í 2. hefti Þjóðmála árið 2007 . Greinin heitir Horft til baka og er um upphafsár sjónvarpsins. Þar segir m.a. frá því að Magnús sat í meira en hálftíma yfir ráðherra inni í kaffistofu til að koma honum í skilning um að það væri hann, Magnús, sem ákvæði um hvað væri spurt. Magnús vann. Ég man að ég sagði mönnum oft fyrirfram ef ég ætlaði til dæmis að spyrja um tölur. Það er ekki til neins að reka menn á gat um staðeyndir sem allir geta flettt upp. Meira um þetta í áður nefndri grein. Greinin var skrifuð eftir að maður að nafni Ólafur Ragnar Grímsson sagði á 40 ára afmæli Sjónvarpsins að fréttastofan hefði fyrstu árin verið viljalaust verkfæri í höndum valdhafa. Af þeirri umsögn var greinilegt að Ólafur Ragnar þekkti ekki séra Emil Björnsson fréttastjóra. Ég gæti sagt margt fleira um þetta ,en kíktu á greinina ,ef þú hefur tækifæri til.
Kv Eiður
Friðrik Þór Guðmundsson skrifar:
25/11/2008 at 13:39 (UTC 0)
Þetta er eðlileg spurning Eiður, hvað Blaðamannafélagið (BÍ) segir við svona borgaralegri óhlýðni. En hvað ætti Blaðamannafélagið svo sem að segja, eða siðanefnd félagsins? Ég skal segja þér það: BÍ hlýtur vitaskuld að vera á móti því að efni í þess eigu er tekið ófrjálsri hendi. Siðanefnd myndi vafalaust úrskurða G. Pétur brotlegan við siðareglur – en þá þarf auðvitað einhver að kæra hann. Útvarpsstjóri hótar fyrrverandi fréttamanni sínum lögaðgerðum til að endurheimta efniviðinn, en hann getur líka kært G. Pétur til siðanefndar BÍ og þá færðu svar, Eiður. Raunar getur þú líka kært til siðanefndarinnar ef þú vilt.
En snúum okkur frá einum öfgunum til annarra öfga. Hvað segir þú mér um sannleiksgildi þeirrar goðsagnar (?) að á fyrstu árum sjónvarpsfrétta á Íslandi hafi fréttamenn (forverar G. Péturs, þeirra á meðal þú) ÞÉRAÐ ráðherra og TEKIÐ VIÐ SPURNINGUM ÚR ÞEIRRA HÖNDUM? Henti það þig einhvern tímann? Sagði Blaðamannafélagið eitthvað um slíka iðju