«

»

Svo bregðast…..

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.  Ótrúlegt að að  hið gamalsterka Morgunblað og  Árvakur  skuli nú   glíma  við  erfiðustu  fjárhagskreppu  frá upphafi. Þegar sá sem þetta rritar var að byrja í blaðamennsku  snemma  á  sjöunda  áratug  síðustu  aldar  voru  þeir sem  réðust til   Mogga  taldir   hólpnir, —  fjárhagslega  hólpnir. Mogginn   sagði  fólki ekki upp. Í þeim  efnum  þurfti   eitthvað mikið til að koma.  Þar fengu menn líka launin sín  skilvíslega um hver mánaðamót ,meðan á  Alþýðublaðinu var verið að reita í okkur hundraðkalla  fram  eftir öllum mánuði.  Nú á Moggi erfitt með að greiða laun um mánaðamótin.  Ég er  eiginlega enn að átta mig  á þessu.

Þótt ég hafi   ekki alltaf verið  sammála  Morgunblaðinu þá  viðurkenni ég hiklaust  Mogginn er  blað  sem  hefur gert og  gerir   margt vel, – mjög  vel.  Moggalygin á kaldastríðsárunum reyndist því miður  sannleikur   þar sem  fremur var van sagt en ofsagt. Ristjórar Þjóðviljans  sem  daglega   níddu  Moggann, – þeir sem enn lifa  eru  nú komnir til annarra  verka.

Einu sinni reiddist ég Morgunblaðinu heiftarlega  og  sagði því  upp.man ekki lengur hvert  tilefnið var.  Áður en vikan  var liðin hafði mín   góða  kona   endurnýjað áskriftina  á  sínu nafni og þannig var það lengi.

Morgunblaðið er auðvitað ekki óhlutdrægur fjölmiðill. Kannski er óhlutdrægur  fjölmiðill ekki  til. Maður verður   bara að  læra  að lesa og  sía og meta.

Vonandi kemst blaðið klakklaust úr þessari kreppu  og getur haldið   haldið áfram að  ergja okkur (stöku sinnum) og   gleðja og  fræða.

mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>