«

»

Röng og villandi auglýsing

 Hér  hefur  stundum verið  vikið  að  auglýsingum.

Eftirfarandi má lesa á heimasíðu  bókaútgáfunnar Veraldar í dag:
„30. 11. 2008
Óþekkt alþýðukona skekur forsetabók
– Brýtur auglýsing um bókina lög sem forsetinn skrifaði undir?
Í Morgunblaðinu í dag segir í auglýsingu um Sögu af forseta eftir Guðjón Friðriksson að bókin sé „mest selda ævisagan á Íslandi“. Þetta er rangt og stangast á við metsölulista Morgunblaðsins frá 26. nóvember en hann mælir alla bóksölu á Íslandi, alls í sjötíu bókaverslunum og stórmörkuðum um land allt. Mest selda ævisagan á Íslandi samkvæmt honum er ævisaga Magneu Guðmundsdóttur eftir Sigmund Erni Rúnarsson.

Það er athyglisvert að útgefandi forsetabókarinnar þurfi að grípa til rangra og villandi upplýsinga til að hefja hana upp yfir ævisögu óþekktrar alþýðukonu, Magneu Guðmundsdóttur, en bók hennar hefur unnið hug og hjörtu lesenda, enda mest selda ævisagan á Íslandi. Og kannski er ber þetta vott um talsverða bíræfni því að auglýsingin virðist brjóta í bága við breytingalög sem forseti Íslands – aðalpersóna bókarinnar – hefur sjálfur skrifað undir. Í lögum sem hann undirritaði 5. júní árið 2008 segir meðal annars að óheimilt sé að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum.“

Svo mörg voru þau orð á  heimasíðu Veraldar. Það er svo  spurning um smekk hvað   fólki finnst um það að einkamál  forseta  Íslands  séu  markaðssett  með þeim hætti  sem  gert  er  í þessari  auglýsingu.

Nú  er fullyrt  í mín eyru  að gömlu bankarnir þrír ,Glitnir , Kaupþing og Landsbankinn hafi greitt   ritlaun Guðjóns Friðrikssonar við  ritun þessarar bókar. Að minnsta kosti meginhluta  ritlaunanna. Getur það  verið rétt ?

Og  sé  það rétt, – er það þá  bara allt í lagi ?

 
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>