Það er gaman að fylgjast með bókaauglýsingunum á skjánum og í blöðunum núna þegar bókavertiðin er að hefjast. Þær eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar.
Allt í einu hefur skotið upp kollinum tískuorð,sem ég minnist ekki að hafa séð áður í bókaauglýsingum. Þetta er orðið þéttur og samsetningar þar sem það er notað. Ný bók Hallgríms Helgasonar er „þéttasta bók Hallgríms“. Í umsögnum um nýjan krimma Arnaldar er talað um „Einn af þéttustu krimmum Arnaldar“ og “ þéttbyggð drama ´í þaulhugsuðum stíl…“ Þetta er mikil hugmyndaauðgi, ekki satt? Engu að síður hlakka ég til lesa Arnald um jólin.
Um eina bók er sagt, að lesendur geti vart beðið með að sökkva tönnunum í meira“. Ekki get ég ímyndað mér hvaðan þessi líking kemur.
Sex hundruð blaðsíðna lofgjörð um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands er auglýst með því að segja, að sagt sé frá „..einkamálum hans sem verið hafa í sviðsljósinu“. Það er sérkennilegt að einkamál þjóðhöfðingjans , forseta lýðveldisins skuli vera orðin markaðsvara. Þetta auðveldar manni að skilja talið um „Séð og heyrtvæðingu forsetaembættisins.
En það er ekki dónalegt að verslun sem ber hið rammíslenska heiti „Office 1“ skuli nú þegar bókavertíðin er rétt að byrja bjóða bókina um forsetann,sem sumir eru farnir kalla „Bankabókina“ , með 50% afslætti. Hvað þýðir það ? Kannski er salan fremur dræm.
Skildu eftir svar