Fréttatímar eiga að vera fréttatímar, – ekki vettvangur fyrir aulafyndni fréttamanna. Stutt er síðan fréttamaður RÚV stóð á Austurvelli og át harðsoðið egg. Þetta átti að vera fyndið af því að mótmælendur höfðu kastað eggjum í Alþingishúsið daginn áður. Þetta var hinsvegar bara bjánalegt.
Í gærkveldi féll annar fréttamaður RÚV í þessa sömu gryfju ,,— á Austurvelli. Hann vitnaði í hið undurfallega ljóð Huldu „Hver á sér fegra föðurland“ . Einhverskonar aulafyndni um „föðurland“ af því að á Austurvelli var næðingur og kuldi, og orðið föðurland er líka notað um nærbrækur úr íslenskri ull. Þetta var heldur ekki fyndið.
Fréttastofan á að halda sig við fréttir, en láta Spaugstofuna um að segja brandara , – sem Spaugstofumönnum tekst oft alveg prýðilega.
Skildu eftir svar