«

»

Ekki erum við rasistar, eða hvað?

Hvaða íbúi sem er á EES svæðinu sem spannar nær alla Evrópu gæti keypt hluta úr jörðinni Grímsstöðum án Fjöllum án þess að spyrja kóng eða prest á Íslandi, ef hann næði samningum við eigendur og reiddi fram jarðarverðið. Í ráðuneyti innanríkismála eru menn nú þungt hugsi því sá sem vill kaupa Grímssstaði á Fjöllum er nefnilega ekki frá EES landi heldur er hann fæddur og uppalinn austur í Asíu. Ef kaupandinn væri frá EES landi þyrftu menn ekkert að vera að hugsa í innanríkisráðuneytinu og gætu verið með hýrri há.. Það hefði verið Huang Nubo hægur leikur að stofna svonefnt ,,skúffufyrirtæki” ,málamyndafyrirtæki í EES landi og kaupa Grímsstaði. Huang Nubo kaus hinsvegar að koma hreint fram. Þessvegna eru ráðuneytismenn hugsi og þar er talað um menn með dollaraglýju í augunum eins og mig minnir að sjálfur ráðherrann hafi sagt.. Það þarf þung rök til að hafna beiðni Huang Nubo um að kaupin Grímsstöðum á Fjöllum verði samþykkt. Verði ósk hans hafnað og rökin ekki skýr og ótvíræð læðist að manni sá grunur hvort um kynþáttafordóma, rasisma, gæti verið að ræða. Ekki erum við Íslendingar rasistar? Eða hvað? . Við komum að vísu ákaflega illa fram við Gyðinga sem hingað flúðu undan Hitler fyrir stríð. En er það ekki allt saman breytt núna?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>