«

»

Icelandair undirbýr kirkjubyggingu

Það var sannarlega fréttnæmt að fulltrúi flugfélagsins Icelandair hefði mætt á Kirkjuþingi til að reka áróður fyrir því að byggð yrði í Skálholti eftirlíking af miðaldakirkju. Enn furðulegra var að heyra að þetta ætti að kosta litlar 530 milljónir og aðgangseyrir ætti að standa undir byggingarkostnaði og rekstri. Það hlýtur að teljast mikilvæg stefnubreyting hjá Icelandair að leggja nú áherslu á kirkjubyggingu í Skálholti.

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að byggja svona 600 fermetra stórhýsi úr timbri fyrir 530 milljónir þegar 35 fermetra moldarkofi sem Árni Johnsen alþingismaður er að láta hrófla upp hornskakkt á dómkirkjuna í Skálholti kostar að hans sögn upp undir 30 milljónir? Enn furðulegra er að segja okkur að aðgangseyrir eigi að standa undir byggingarkostnaði og rekstri. Halda menn að erlendir ferðamenn muni koma þúsundum saman til Íslands til að skoða eftirlíkingu af miðaldahúsi þegar á boðstólum er að skoða raunverulegar timburkirkjur frá miðöldum í Noregi? Ekki er það nú líklegt.
Líklega eru flestir búnir að gleyma því þegar Icelandair fyrir fáeinum árum kynnti hugmyndir um að flytja hingað kínversk brúðhjón, jafnvel þúsundum saman til að eyða hveitibrauðsdögunum á Íslandi. Þar lét vel meinandi Icelandair-fólk plata sig upp úr skónum eins og einu sinni var sagt. Þetta var dauðadæmd hugmynd vegna kostnaðar og ekki í neinu samræmi við ferðavenjur Kínverja.. Enda komu engin brúðhjón til Íslands.

Það er líka út í hött að reisa einhverskonar eftirlíkingu af miðaldakirkju í Skálholti í von um að erlendir ferðamenn flykkist til Íslands til að skoða hana. Við eigum tugi verðmætra gamalla sveitakirkna sem illa gengur að halda við vegna fjárskorts og liggja sumar hverjar undir skemmdum. Nær væri að verja fé til að halda þeim við og eins víst er að útlendingum gætu þótt þær jafnmerkilegar, litlar sveitakirkjur klæddar timbri eða bárujárni og nýbyggð eftirlíking af miðaldakirkju. Í þessu máli hafa Icelandair-menn látið plata sig rétt eins gert var með kínversku brúðhjónin forðum. Eigum við von á því að fulltrúar Iceland Express Easy Jet eða Wow flugfélagsins mæti á næsta Kirkjuþing og yfirbjóði Icelandair? Hver veit.

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Þorvaldur S skrifar:

    „Eigum við ekki að sættast á að kalla þetta „spýtnakofa“, þar sem margar spýtur virðist þurfa í verkið, en ekki aðeins eina?“
    Þetta er vitaskuld álitamál. Hvort byggjum við steinhús úr einum steini eða mörgum? Byggjum við steinahús? Aldrei tók ég þátt í að byggja torfnakofa þótt margar torfur færu í að hrófa upp reykkofanum á ættaróðalinu.
    Ég er að hugsa um að halda mig við spýtukofann.

  2. Egill skrifar:

    Eigum við ekki að sættast á að kalla þetta „spýtnakofa“, þar sem margar spýtur virðist þurfa í verkið, en ekki aðeins eina?

  3. Bragi Guðmundsson skrifar:

    vel mælt,ótrúlegt rugl þessi hugmynd, nær hefði verið að fulltrúi flugfélagsins hefði mætt hjá hjálparstofnun kirkjunar og skilið eftireithvað af þessum milljónum sem þeri eru í vandræðum með. ekki langt síðan allt stefndi í gjaldþrot hjá ferðaþjónustunni, eða ætluðu þeir að láta aðra borga. og kirkjann með allt niðrum sig.

  4. Þorvaldur S skrifar:

    Habbðu heill mælt um moldarkofaruglið og ekki ætlar spýtukofasnilldin að verða meiri.

  5. Valur skrifar:

    Jú væri það ekki bara vel við hæfi að sem flest flugfélög mættu á næsta kirkjaþing , því þau eru jú oftast líka á ,,himnum,, líkt og meðlimir kirkjuþings líta svo oft upp til eftir táknum og boðskap. Kannski það sé þess vegna sem Icelandair hefur svona mikin áhuga á verkefninu , vegna langdvala á,,himnum,, hver veit.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>