«

»

„Óumflúið“ hvað

Mín mín málkennd  segir mér  að  orðið „óumflúið“ sé ekki til í íslensku. „Óumflúið að Gæslan  segi upp“. Þetta er  ambaga, málleysa.

Sá  sem  fréttina  skrifaði á  við, að   uppsagnir hjá  Landhelgisgæslunni hafi  verið óhjákvæmilegar eða óumflýjanlegar. Seinna orðið er  reyndar svolítið andkannalegt í þessu  samhengi.

Þá  segir og í  fréttinni að  Gæslan hafi þurft “ að  draga  stigmagnandi  úr  öllum okkar umsvifum“. Af hverju „stigmagnandi“ ?  Þetta er  einhverskonar  öfugmæli. Stigmagnandi er  gegnsætt orð.  Skrifarinn veit  ekki hvað hann er  að  segja.

Vandið málfarið Moggamenn !

 

mbl.is Óumflúið að Gæslan segi upp

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. S.H. skrifar:

    Alveg sammála. En  haegt er ad segja:eitthvad verdur ekki umflúid.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>