«

»

Rogastans!

Geri  ráð  fyrir fleiri en mig hafi rekið í rogastans við að  hlýða á ummæli Ólafs Ragnars  Grímssonar frá  Besstöðum í dag. Engur er  líkara en  forsetinn telji sig  hið  nýja Bessastaðavald.

Í  fyrsta  lagi  telur hann sig nú  hafa  þingrofsvaldið, en   sú túlkun gengur þvert á  skoðanir  flestra  fræðimanna,sem um þetta  hafa fjallað.

Í öðru lagi  sagði hann  stjórnmálaflokkunum  fyrir  verkum og  setti þeim skilyrði. Þetta er  auðvitað  fáheyrt og  nær  engri átt.

Starfandi  forsætisráðherra Geir H. Haarde  fór  kurteislega  mjúkum  höndum um Ólaf Ragnar í Kastljósinu. Auðvitað  eiga   forystumenn flokkanna að segja  Ólafi  Ragnari  að hann segi þeim  ekki fyrir verkum  og að þeir myndi stjórn á  eigin  forsendum, en ekki  hans.

Fyrir löngu sagði   ágætur  stjórnmálamaður: „Ólafur  Ragnar fer alltaf  alveg að línunni, —  svo  færir hann línuna.“  Nú hefur    Ólafur Ragnar  fært línuna of langt. Við þetta  geta  þingmenn ekki unað.

Frumhlaup  forsetans í dag  á áreiðanlega  eftir að  draga  dilk á  eftir sér.

7 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Þráinn Bertelsson skrifar:

    Það væri efni í skemmtilegan sjónvarpsþátt ef Eiður Svanberg tæki dr. Ólaf Ragnar í tíma og útskýrði fyrir honum af lítillæti sínu hvað ákvæði stjórnarskrárinnar um forseta Íslands þýða í raun og veru – í huga Eiðs.

  2. Bjarki skrifar:

    Að sjálfsögðu rekur stjórnmálastéttina í rogastans þegar forsetinn leiðréttir áratugagamlan misskilning um stjórnskipan landsins sem flokksstofnanirnar hafa reynt að innleiða sem sannleika. Stjórnarskráin er skýr um þetta atriði. Forseti hefur sjálfstæðan þingrofsrétt óháð forsætisráðherra, hin túlkunin er einhverskonar óskhyggja. Að öðru leyti skipar stjórnarskrá forsetanum ekki að vera skoðannalaust dauðyfli sem eigi aðeins að vera til skrauts, þvert á móti er hlutverk hans aldrei skýrara en einmitt við stjórnarmyndun. Þá ræður hann!

    Getur Eiður bent á þá grein stjórnarskrárinnar sem gerir ráð fyrir því að formenn stjórnmálaflokka sem eigi fulltrúa á þingi hafi eitthvað forræði á stjórnarmyndun?

  3. Ómar Bjarki Kristjánsson skrifar:

    Það má ekki gleyma því að Forsetinn er sjálfur fræðimaður á þessu sviði og fjallaði um þingrofsvald og fleira viðvíkjandi forsetaembættinu er hann var í Háskólanum.

    Mér finnst túlkun hanns sannfærandi og skynsamleg.

    Forsætisráðherra hefur tillögurrétt um þingrof en valdið er endanlega Forsetans.  Forsetinn vegur og metur og hafnar eða samþykkir.  Í því mati þarf að huga að nokkrum þáttum  Td. hvernig staðan er á Þingi.  Er meirihluti þingmanna með þingrofi eða á móti o.s.frv.

    Enda eru fordæmi fyrir höfnun Þingrofs sbr. Sveinn Björnsson og Ólafur Thors 1950.

    Sú túlkun að Forsætisráðherra fari einn með þingrofsvaldið og Forseta beri í öllum tilfellum að samþykkja tillögu hans,  virðist hafa notið mikilla vinsælda seinustu 20 ár eða svo.  Það er bara einfaldlega röng túlkun.

  4. Kjartan Heiðberg skrifar:

    Mér þótti gott að heyra til forsetans í gær.  Hann talaði máli þjóðarinnar, yfir hausamótunum á úrræðalitlum stjórnmálamönnum.  Hvað sagði hann sem ekki var viðeigandi?
    Hann sagði (fyrir hönd þjóarinnar)  a) Þið njótið ekki trausts en ykkur ber að sameina þjóðina  b) Kerfið er meingallað svo það þarf að laga  c) Ef þið hagið ykkur ekki vel þá er það mitt (fyrir hönd lýðsins) að reka ykkur heim og fá nýtt fólk til starfa.

    Þetta er það sem þjóðin er að hugsa og enginn annar en þjóðkjörinn forseti, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, gat sagt það þannig að mark væri á tekið.

    Ég tek ofan fyrir forsetanum.

    kjh

  5. Jón Steinar Ragnarsson skrifar:

    24. grein

    Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

    Hve marga af þessum „flestu“fræðimönnum ráðfærðir þú þig við?

  6. Birna Dis Vilbertsdóttir skrifar:

    Já þú ert alls ekki einn með rogastansins .Maðurinn er með eindæmum hallærislegur

  7. Kalli Sveinss skrifar:

    „Rogastans“ vegna Ólafs R. Grímssonar ??

     Þá sem þekkt hafa persónulega 'ORG um áratuga skeið – rekur engan í rogastans !!

     Gamla“ þjóðin“ á Þórsgötu 1., vissi hvað hún   söng,með að gera þennan furðulega dreng að forseta!

     Er ekki stundum sagt að “ Íslands óhamingju verði allt að vopni“ ?

     Sú setning sannaðist rækilega við forsetakjör ÓRG. !!

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>