«

»

Skottulækningar í TIME

   Í  vikuritinu TIME, nýjasta heftinu (dags. 16 febrúar 2009)  er  grein sem heitir  “Detox  Shmeetox. The truth about pollutant-draining footpads, colonics  and other  supposedly healthy cleansers”.  Auðvelt er að nálgast greinina á netinu. Höfundur hennar er Alice Park.

 

Í greininni er vitnað í Dr. Benneth Roth,sem  er  yfirmaður  meltingarlækninga við UCLA.  Hann segir um    stólpípu-  eða   afeitrunarmeðferðina (Detox) :  “ Þetta er  2009 útgáfan  af snákaolíu  sölumennsku”. Fyrir þá sem ekki  vita,  skal þess  getið að upphaflega var snákaolía nafn á kínversku  lyfi gegn liðverkjum. En nú  er orðið  snákaólía  mest  notað um gagnslaus  lyf ,sem  prangað er inn á  fólk undir því yfirskini að lyfin  geri  kraftaverk.

Annar vísindamaður Dr. Christine Laine , aðstoðarritstjóri  ritstjóri læknatímaritsins “Annals of Internal Medicine”  segir í þessari  sömu grein: “ Það eru  engin vísindi að baki þessum  afeitrunar tilboðum”. Í annarri umsögn á netinu var sagt að það eina sem léttist  við stólpípumeðferðina sé pyngjan.

Það er alvarlegt  mál  þegar fréttastofa  Ríkisútvarpsins  lofsyngur  skottulækningar af þessu  tagi,  skottulækningar, sem  enginn  græðir á , nema ef til vill     sem   skipuleggur meðferðina.

Það er  svo sem  ekkert við því að segja,  ef  einhverjir  telja það    heilsubót    hafa  hægðir norður  við Mývatn, en frásagnir þeim miklu klósettsetum eiga ekkert erindi í  fréttir  Ríkisútvarpsins.

    

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Fannar frá Rifi skrifar:

    ef þú étur venjulegan mat sem þú eldar sjálfur og hreyfir þig svona rétt aðeins þá áttu að geta lést vel. Ég léttist um tæp 10kg sjálfur bara á því að byrja að skokka einu sinni til tvisvar í viku og að elda matinn minn sjálfur en ekki kaupa eitthvað tilbúið. samt drakk ég bjór, kók og borðaði mikið af sætindum og kökum. er núna 2 árum seinna ennþá 18kg léttari en ég var þegar ég var þyngstur og í fínu formi og stunda litla líkamsrækt. það þarf ekki mikið til.

  2. Elín Sigríður Grétarsdóttir skrifar:

    það er himinn og haf á milli oftrúar á vísindum og detox dellunni …

  3. Georg P Sveinbjörnsson skrifar:

    Er ekki bara gott mál að fólk segi frá frábærum árángri og betri líðan og fréttir fluttar af því, þeir sem farið hafa í svona meðferðir og líður betur á eftir vilja auðvitað deila jákvæðri reynslu sinni og árángrinum sem næst. Þekki marga sem hafa náð ótrúlegum framförum með sína heilsu með óhefðbundnum lækningaaðferðum, það er fleyra viska en vísindi og oftrú á þeim varasöm.

    Hoxey

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>