«

»

Molar um málfar VI

 Kastljós   sjónvarps  ríkisins  hófst í kvöld á  umræðum um nýjan seðlabankastjóra, sem er  Norðmaður. Honum var lagt það til  lasts að hafa talað ensku á  blaðamannafundi. Það skyldi þó aldrei vera,  að óskað hafi verið  eftir því að  fundurinn færi  fram á  ensku  því  það mál er  flestum íslenskum blaðamönnum mun tamara en norska  eða önnur norræn mál ? Ef   ekkert  verra er um þennan mann að segja en að  hann tali  ensku með norskum hreim, þá er hann líklega bara nokkuð  góður.

 En  svolítið  skondið var, að  Kristinn Hrafnsson blaðamaður, sem   setti út á  enskuframburð Norðmannsins,  sagði, að Norðmenn  töluðu nú ekki „hljómfögrustu enskuna, sem…“.  „Hljómfögrustu“ ! Það var og.

Í Kastljósi var einnig  talað um „að versla inn“. Ég hygg  flestir  séu sammála um að  betra sé að tala um að kaupa  inn. Eðlilegt  er að  segja: Ég fór út að versla. Ekki: Ég fór út að  versla inn.

Sífellt  algengari  verður hinn vondi  ruglingur  þegar talað er um að „versla kjöt“  í staðinn fyrir að kaupa  kjöt. Þessi ósköp mátti meðal  annars  heyra í  bókaauglýsingum fyrir  jólin þegar talað var um að „versla bækur“. Við kaupum bækur hjá þeim sem versla með  bækur. Þannig er  nú það.

Svo þakka ég þeim sem  skrifað hafa jákvætt um þessa  pistla mína. Ég met það mikils.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Einhvern tímann var lagt til að ágætur íþróttafréttamaður yrði tunguskorinn. Það var sem betur fer ekki gert. En ég er sammála þér um það að það er nánast óþolandi hvað margir hafa orðið lítinn skilning á íslensku máli. Sumt á sér eðlilegar skýringar en annað er ófyrirgefanlegt. Fréttamenn eiga að vera kyndilberar íslensks máls. Af munni þeirra eiga gullkornin að hrjóta ótæpilega en ambögurnar að gubbast út úr okkur sem aldrei segjum neitt sem máli skiptir.

  2. Steini Briem skrifar:

    Hrafnsson tungum tveim,
    talar með norskum hreim,
    hann Halvorsen sótti heim,
    og hrikalegt var það geim.

  3. Rafn Haraldur Sigurðsson skrifar:

    Skyldi Kristinn Hrafnsson nokkurn tíman hugsað út í það hvort enskuframburður Íslendinga sé hljómfagur? 

    Ég var einu sinni í vegabréfsskoðun  Bandaríkjunum og eftir stutt samtal við tollvörðinn, bauð hann mig velkominn en sagði jafnframt að ég hljómaði eins og ríkisstjórinn í Kaliforníu.

    kveðja Rafn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>