«

»

Molar um málfar VIII

  Það er  svo sem tilbreyting  að  heyra  fréttamenn sletta  dönsku,en ekki ensku,  eins og  gert var í   fréttatíma RÚV  sjónvarps í kvöld. Fréttamaður  sagði: „..hérna  við kajann liggur…“. Það er  alveg  óþarfi að   nota  dönskuslettu, þegar verið er að  segja okkur  að  eitt  af  varðskipum Landhelgisgæslunnar  liggi  við  bryggju.

  Enskusletturnar eru  samt á  sínum stað  hjá  RÚV. Í  spurningaþættinum  Gettu betur í gærkveldi talaði  stjórnandinn um  “ að  smæla  framan í heiminn…“. Þótt Megas hafi notað þessa  slettu  í  texta og  Toyota umboðið  tekið sérstöku ástfóstri  við hana og hamrað á henni í auglýsingum viku eftir  viku   , þá  eru það vinsamlega tilmæli  til Ríkisútvarpsins  að það  hlífi okkur  við þessari hörmung. Það er ekkert  að  hinni  gullfallegu íslensku sögn að  brosa, og   allir  vita  að „Bros getur  dimmu…..“.  Gerum slettuna  „að smæla“ útlæga úr íslensku máli.

   Í fréttum RÚV sjónvarps í kvöld  var  tekið svo  til orða „að ganga fast  á  eftir einhverju….“. Að ganga fast á  eftir  einhverjum er að  fylgja fast í fótspor einhvers.  En að ganga  fast  eftir einhverju er að  krefjast einhvers, – jafnvel  án tafar, eða  sækja eitthvað fast.  –  Þannig  er  nú það.

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Sverrir Einarsson skrifar:

    Syngur ekki Bubbi Morthens um að Guð „gædi“ þig gegnum daginn?

  2. Jónas Bragi skrifar:

    Það er búið að eiðileggja meiningu sagnarinnar „væntanlega“

    Kreppan verður væntanlega dýpri en …….!

    Það verður væntanlega stormur á morgun. !

    Kemur ekki væntanlega af orðinu að vona?

    Það er eins og að það sé búið að breyta merkingu „væntanlega“ í   „af öllum líkindum.“

    Maður hefur heyrt „væntanlega“ ranglega notað oft hvern dag síðastliðin ár! Það pirrar mig í hvert skipti og stundum fengið mig til þess að hlæja.

  3. Eiður skrifar:

    Svo ég leiðrétti nú sjálfan mig, – áður en einhver annar gerir það. Það vantaði eitt  orð í  tilvitnunina í Einar  Benediktsson. Þetta á   auðvitað  að vera  „Eitt bros  getur dimmu  …“

  4. María Kristjánsdóttir skrifar:

    Verst af öllu þykir mér þó : Eigðu góða helgi.

  5. Hallgrímur Óskarsson skrifar:

    Það er þarft að minna á þetta.  Takk fyrir að gera það.

    Kveðjur,

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>