Árið 2008 tapaði Sparisjóðurinn Byr 29 milljörðum króna.
Árið 2007 greiddu ( stofnfjár)eigendur Sparisjóðsins Byrs sér 13.5 milljónir króna í arð úr svonefndum varasjóði eins og það var orðað í frétt.
Árið 2006 varð 8 milljarða króna hagnaður af rekstri Byrs.
Árð 2009 vilja stofnfjáreigendur Byrs að ríkið, íslenskir skattgreiðendur, rétti þeim 11 milljarða króna.
Allar þessar tölur eru úr fréttum í dag.
Þetta er líklega það sem Vilmundur landlæknir (?) kallaði kapítalisma andskotans.
Skilur þetta einhver? Ég skil það ekki. Kannski er þetta sú „fjárhagslega heilsa“ sem þetta fyrirtæki bullar sífellt um í auglýsingum ?
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Bjarki skrifar:
17/03/2009 at 19:11 (UTC 0)
Þið gleymið því að BYR fór í tæplega 30 milljarða króna stofnfjáraukningu árið 2007 og eru að greiða til baka 13,5 milljarðar af því. Heildar aukning stofnfjárs var því 16,5 milljarðar. Ef til þeirrar aukningar hefði ekki komið þá væri sparisjóðurinn enn verr staddur.
Þar sem BYR óskar eftir þessum peningum núna þynnist út eignarhlutur fyrri eigenda og eru þeir því í raun að tapa stórum hluta þessara 16,5 milljarða sem var lagt inn í bankann árið 2007.
Það er því ekki hægt að segja að eigendur bankans séu að ríða burt á feitum hesti úr þessum „díl“
Jón H. Þórisson skrifar:
17/03/2009 at 18:44 (UTC 0)
Þessi varasjóður (sem ég held að kallist eitthvað allt annað í raun) er ekki eign stofnfjáreigenda. Þeir sem fengu arð úr sjóðnum eiga að endurgreiða Byr allt með vöxtum og hætta við að fá aðstoð frá ríkinu. En samt mega þeir greiða 10% fjármagnstekjuskatt af því sem þeir fengu í refsingarskyni. Það er allt sem ég vil segja um málið.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
17/03/2009 at 18:07 (UTC 0)
Alveg rétt,Ingólfur. Auðvitað greiddu höfðingjarnir sér 13.5 milljarða. Aulavilla hjá mér. 13.5 milljónir duga rétt fyrir einum forstjórajeppa!
Ingólfur skrifar:
17/03/2009 at 17:55 (UTC 0)
Eiður. Voru það ekki 13.5 milljarðar króna en ekki milljónir sem þeir voru að sækja í bankahólf bankanns.
Það sem er undarlegast. Af hverju þarf enginn að útskýra slíkt svínarí. Í hvað fóru peningarnir og það sem skiptir mig mestu er….. HVAÐA VIÐSKIPTAMENN TÓKU SÉR ÞESSI LAUN?