Þegar ég las um að nú ætti að taka upp „kynjaða hagstjórn“ á Íslandi, vissi ég eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Það skal fúslega játað að ég skildi þetta ekki. Þegar lengra var lesið komst ég að raun um að þessi svokallaða kynjaða hagstjórn átti að fela í sér að stjórnvaldsaðgerðir fælu ekki í sér mismunun karla og kvenna. Einmitt það. Og ég sem var svo vitlaus að halda að þetta væri stjórnarskrárbundið, en í 65.grein stjórnarskrár lýðveldisiins segir:„Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Ég hélt að þetta dygði. Það gerir það greinilega ekki að mati þeirra sem landinu stjórna. Mér finnst samt einhvernveginn að með orðunum „kynjuð hagstjórn“ sé verið að reyna að pakka jafnrétti inn í nýjar umbúðir, klæða það nýjum keisaraklæðum. Já , „ Ekki er kyn þótt keraldið leki“, sögðu Bakkabræður ,ef ég man rétt. Maður verður bara að vona að þessi nýja hagstjórn verði góðkynjuð.
Í Háskóla Íslands ku vera kennd fræðigrein ,sem kölluð er „kynjafræði“. Mér hefur alltaf fundist að þar væru á ferðinni gervivísindi og að sú virðulega fræðastofnun Háskóli Íslands hafi þarna lent á glapstigum og sett niður sem alvöru háskóli. Kannski er ég einn um þessa skoðun
Sögnin að heyja verður mörgum að fótakefli. Á dv.is stóð í gær :„….en hún háir nú lokabaráttuna við krabbamein.“ Þarna ætti eftir minni máltilfinningu að standa , … en hún heyr nú lokabaráttuna við krabbamein.
8 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Steini Briem skrifar:
19/03/2009 at 15:53 (UTC 0)
Kynlegir eru hér kvistir,
í kvenlega þekkingu ei þyrstir,
Bjarni að vanda sig byrstir,
í bátana verða þeir fyrstir.
Eiður skrifar:
19/03/2009 at 15:33 (UTC 0)
Bjarni, – takk fyrri að vekja athygli á þessari auglýsingu. Hún er til vitnis um niðurlægingu fræðanna við okkar eitt sinn göfuga háskóla. Mér sýnist efnið verðskulda nokkurra kvölda námskeið.
Nú hlýtur senn að verða hægt að nema kynjaða hagstjórn“ til meistaraprófs í musterinu á Melunum norðan Vatnsmýrarinnar. Þakka öðrum góðar athugasemdir og ábendingar. Finnst ég eiginlega ekki lengur vera rödd hrópandans í eyðimörkinni
Svanur Gísli Þorkelsson skrifar:
19/03/2009 at 10:22 (UTC 0)
,,Þeir hlutir sem verða að vera til staðar í bikarbaráttu eru þeir að þú þarf að spila á þínu bestu og hafa heppnina með þér. Ég held að það sé til of mikils mæls að við náum þessu í öllum leikjunum sem við eigum eftir, mbl.is
Það er eins og Ferguson hafi virkilega verið að reyna að tala íslensku í þessu viðtali.
Bjarni Kjartansson skrifar:
19/03/2009 at 09:54 (UTC 0)
Afsakið.
Undirstrikanir og leturbreytingar á texta í upptalningu námskosta, eru mínar.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson skrifar:
19/03/2009 at 09:53 (UTC 0)
Kvitta fyrir að vera SÖMU skoðunar um virðing HÍ og að þarna eru gerfi,,vísindi“ á ferð.
SVo er þetta snilldin ein:
Kynning á nýrri námsbraut á meistarastigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands laugardaginn 14. mars kl. 14 að Dunhaga 7
Um er að ræða fjölbreytt nám, þar sem áhersla er lögð á skoða sem flesta þætti sem tengjast málefnum innflytjenda á heildrænan hátt. Námið er 45 eininga nám (ECTS) og nær yfir tvö misseri. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á málefnum innflytjenda á Íslandi. Námið er ætlað einstaklingum sem vinna með innflytjendum í sínum daglegu störfum víða í samfélaginu, sem og þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja búa sig undir störf á nýjum vettvangi. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi á grunnstigi háskóla (BA/BS gráðu) eða sambærilegu námi.
Námið er metið til eininga í meistaranámi í lýðheilsuvísindum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og er einnig boðið í fjarnámi utan staðbundinna lota.
Námið miðar að því að nemendur:
– Átti sig á mikilvægi hnattrænna tenginga og innbyrðis samskipta
– Öðlist yfirsýn yfir stöðu innflytjendamála á Íslandi og erlendis
– Skilji mikilvægi menningar, áhrif hennar á okkur sem einstaklinga, hóp, þjóð o.s.frv.
– Skoði og vinni með eigin viðhorf
– Öðlist færni og næmni í millimenningarlegum samskiptum
– Þekki til og skilji helstu grunnhugtök og kenningar á sviði fjölmenningar
– Þekki áhrif búferlaflutninga á einstaklinga og fjölskylduna þar með talið félagslega stöðu og heilsufar
– Þekki til löggjafar og réttarstöðu innflytjenda á Íslandi
– Kynnist hugmyndafræði breytingastjórnunar og leiðtogafærni svo og þekktum aðferðum til að innleiða þekkingu
Nánari upplýsingar hér eða í síma 525 4444
Mörg stéttarfélög styrkja félaga sína til náms. Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi?
Gústaf Níelsson skrifar:
19/03/2009 at 09:45 (UTC 0)
Háskólar hafa af einhverjum ástæðum tilhneigingu til að leggja stund á hjáfræði af ýmsum toga. Nú um stundir eru það svokölluð kynja- og kvennafræði. Auðvitað eru þetta engin fræði, heldur eru kenndar skoðanir. Langt frameftir tuttugustu öldinni kenndu flestir háskólar heimsins svokölluð marxisk fræði og sósíalisminn var vísindalegur. Auðvitað voru þetta engin fræði, en skoðanir engu að síður. Kynjuð hagstjórn er auðvitað bara ein dellan til, sem rekur ættir sínar til femínískra „fræða“, sem eru lítið annað en affall af öskuhaugum hins vísindalega sósíalisma.
Fimmta valdið skrifar:
19/03/2009 at 09:01 (UTC 0)
Þú hefur svo innilega rétt fyrir þér um hjávísindin. „Kvenna- og kynjafræði“ er eitthvert góðærissnudd sem hægt var með góðum vilja að líta framhjá um tíma. Eins og hvert annað dellumakerí sem óþarft var að amast sérstaklega við á tímum þegar öll mannleg afbrigði máttu þrífast í skjóli velsældar og auðs (og umburðarlyndis). En auðvitað eiga menntakerlingarnar sem að þessu lúta með gleraugun frammi á nefbroddi og litlafingurinn sperrtan út í loftið þegar sopið er settlega á sínum lattébolla, að færa sínar vangaveltur heim í eldhúsið á ný. Kjaftaklúbbar ættu ekki að eiga skjól í háskólum.
Emil Örn Kristjánsson skrifar:
18/03/2009 at 23:04 (UTC 0)
Höfundur veltir fyrir sér: Kannski er ég einn um þessa skoðun.
Svarið er: Nei.